Gott að fíflin krítiseri eigin fíflagang opinberlega

Ólöf Nordal tekur þátt í þeim fíflagangi og svívirðingu gagnvart þjóðinni að koma í veg fyrir að greitt verði um breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttir og þar með verði stjóraskráin sett í hendur þjóðarinnar til atkvæðagreiðslu. 

Það er ógeðslegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfsflokks og Framsóknar ganga erinda útgerðarinnar gegn hagsmunum þjóðarinnar. 


mbl.is „Tómur fíflagangur á Alþingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, sem var "fíflaleg" og ekki nokkur maður með viti eða fullri rænu hefði átt að fjalla um þetta gerræðisupplaup hennar..

Jóhann Elíasson, 21.3.2013 kl. 16:59

2 Smámynd: Elle_

Gegn hagsmunum hverra?  Þjóðin bað aldrei um nýja stjórnarskrá.

Elle_, 21.3.2013 kl. 17:02

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og í skipunarbréfi til Stjórnlagaráðs var þeim falið að koma með tillögur að BREYTINGUM á núverandi stjórnarskrá en það var ekki gert svo ALLT varðandi þetta stjórnarskrármál er byggt á sandi og er ólöglegt frá upphafi til enda..............

Jóhann Elíasson, 21.3.2013 kl. 17:12

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka innlitið strákar. Það var einhugur á Alþingi að fara í þetta ferli sem var lýðræðislegt og til fyrirmyndar ef frá er talinn fíflaleg framkoma Hæstaréttar sem var sér til skammar með niðurstöðu sinni.

Verk stjórnlagaráðs var aðdáunarvert og nú liggur fyrir frábær óaðfinnanleg og í raun mjög góð Stjórnarskrá. En þá kemur í ljós að kvótakerfið stenst ekki nýju stjórnarskránna okkar og upphefst þessi fáránleg mótbára gegn Stjórnarskránni undir stjórn Útgerðainnar.

Eftir að Árni Páll kastaði sauðagærunni og gerði tilraun til að fresta "eyðileggja" stjórnarskránni var það stórkostlegt frumhlaup hjá Margréti Tryggvadóttur að bera fram þessa breytingartillögu þar sem á þingi eru 32 viljugir þingmenn sem munu greiða breytingartillögunni atkvæði sitt og virða þar með vilja meirihluta þjóðarinnar sem var krystal skýr í þjóðaratkvæðagreiðslunni. ( þeir sem heima sátu tóku afstöðu að fylgja meirihluta niðurstöðu eins og í öllum kosningum)

Ólafur Örn Jónsson, 21.3.2013 kl. 19:20

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

ELLE þú hlýtur að vera heyrnalaus þjóðin ÖSKRAÐI á nýja stjórnarskrá enda var það vel tímabært eftir 70 ára bið. En að ætla nú að gera allt vitlaust bara af því að kvótakerfið stenst ekki nýju stjórnarskránna skil ég ekki og allra síst að þið skulið styðja þann málstað.

Ólafur Örn Jónsson, 21.3.2013 kl. 19:23

6 Smámynd: Elle_

Nei, ég er langt frá að vera heyrnarlaus og heyrði engin öskur.  Hvað meinarðu með 'þjóðin öskraði'?  Þú getur ekki sýnt fram á það en úr því þú segir mig heyrnarlausa, ætla ég að fara fram á það.

Elle_, 21.3.2013 kl. 19:31

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi öskur hafa ekki verið á háu nótunum í það minnsta fór ekki mikið fyrir þeim.....................

Jóhann Elíasson, 21.3.2013 kl. 19:32

8 Smámynd: Elle_

Kvótakerfið er langt frá að vera eina málið sem máli skiptir.  Fullveldisframsal er eitt dæmi.  Og verkið var ekki stórkostlegra en það að það var harðlega gagnrýnt af lærðum mönnum og víða.  Sættu þið við að þjóðin bað ekkert um nýja stjórnarskrá og gaf aldrei leyfi fyrir nýrri stjórnarskrá.  Það er allt annað mál að skoða núverandi stjórnarskrá.  Í rólegheitunum, ekki þessu offorsi.

Elle_, 21.3.2013 kl. 19:42

9 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Elle og Jóhann þið virðist hafa verið á annari plánetu. Hvers vegna var farið i þetta 4 ara ferli?

Elle það er ekkert í nýju stjórarskránni sem leyfir fullveldis framsal án þjóðaratkvæðagreiðslu og ef slíkt framsal yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu getu þjóðaratkvæðagreiðsla afnumið framsalið any tima.

Að skoða stjórnarskránna í rólegheitum? Nú þegar er búið að skoða hana í 70 ár! Það sem annað er fólkið er á móti einokun kvótans og hefur verið það síðan kerfið var sett á. Stjórnarskráin og fjórflokkurinn standa i vegi þjóðarinnar að afmá þessi mannréttindabrot og eyðilegginguna sem á sér stað í viðjum þessa kerfis.

Ólafur Örn Jónsson, 28.3.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband