26.2.2013 | 19:22
Fáránleiki kvótakerfisins speglast einna best í þessu náttúruslysi.
Leyfilegt aflamark af síld upp veiddur en margfalt meiri síld í firðinum. Skipstjórar síldarskipanna sjá þetta mikla magn af síld á tækjabúnaðnum um borð og út um glugganna. Gísli skipstjóri og eigandi af Bjarna Ólafssyni reynir af veikum mætti að benda á þetta í fjölmiðlum og spyr hvort ekki sé ráð að endurmeta úthlutunina og auka við kvótann en enginn hlustar. Hafró og ráðherrann gera ekkert.
Það er alltaf verið að tala um að menn sýni ábyrgð. Hvar hafa þessir aðilar sýnt eða viðurkennt ábyrgðina sem þeir báru í þessu máli?
Kvótastýring við fiskveiðar gengur ekki upp. Það hefur aldrei og mun ekki í náinni framtíð vera hægt að segja til um fiskgengd. Þetta er skaðlegt fyrir veiðarnar og fyrir þjóðina sem eins og í þessu tilfelli tapar milljörðum í útflutnings verðmæti og fólk missir af vinnu við þennan fisk sem ekki var veiddur. Þetta sí endurtekur sig núna kvarta sjómenn út af ýsu sem ekki er til en hengir sig á krókana hvar sem borið er niður svo það er til vandræða. Þorskur er um allan sjó en má ekki veiða.
Hvenær verða stjórnmálamenn við vilja þjóðarinnar og slíta sig úr viðjum kvótahirðarinnar og afnema þetta andskotans kerfi og gefa þjóðinni aftur frelsið til að sitja allir við sama borð og veiða fisk sem fer allur á markað eins og vera ber í nútíma samfélagi?
Að mestu búið að hreinsa fjörðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.