Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fá blauta tusku í andlitið frá Feneyjarnefndinni

Nú liggur álit Feneyjarnefndarinnar fyrir og ekkert annað en á herða á þeim ákvæðum sem þau benda á og keyra frumvarpið í gegn og setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu lögum samkvæmt. Lýðræðið gengur út á að virða vilja meirihluta þjóðar.

Það vekur athygli að eftir að nefndi fundaði eð Sjálfstæðisflokki og Framsókn gerir hún athugasemd við að þessir tveir flokkar segi sig ekki skuldbundna af vilja meirihluta þjóðarinnar og ætla ekki að sætta sig við nýja stjórnarskrá frá þjóðinni.

Hér upplýsa þingmenn þessara tveggja flokka grímulaust að þeir ætla að taka hagsmuni útgerðarinnar fram yfir skýran vilja þjóðarinnar. Þeir hafa lýst því yfir við nefndina að þeir telji sig ekki skuldbundna til að sætta sig við stjórnarskrá fólksins.

Ég spyr hvað segja lögin um LANDRÁÐ?


mbl.is Flókin ákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er nú 25% orðinn meirihluti þjóðarinnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

...og hefur það aldrei hvarflað að þér að hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar fari saman?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2013 kl. 09:27

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ertu nú ekki aðeins að rugla saman stjórnmálaflokkum.Og hagsmunir útgerðar og þjóðar fara saman.Og lögum samkvæmt fer frumvarpið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu,heldur þarf að kjósa nýtt þing sem þarf að samþykkja það að nýju.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.2.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband