Handónýtt þjóðfélag með EINOKUN á arði fiskveiðanna

Þjóðfélagið brauðfæðir sig ekki með núverandi fyrirkomulagi við úthlutun aflaheimilda. Það má jú byrja að kenna núverandi ríkistjórn um þetta innan hennar voru og eru öfl sem ganga erinda þeirra hagsmuna aðila sem vilja eigna sér "nýtingarétt" auðlindarinnar til eilífðar. 

En vandamálið á sér lengri sögu. Fyrir kvótakerfið byggðum við upp undirstöður þess velferðarkerfis sem við nú búum við. Við rákum það með sóma og borguðum hjúkrunarfólki sambærileg laun við nágranalöndin. Enda stefndum við þá í að verða mesta velferðaríki veraldar við hlið Noregs.

 En þá komst Framsóknarflokkurinn til valda og spillingin tók við. Illa gefinn ráðherra gekk erinda sambands frystihúsanna og aflagði besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar og tók upp kvótakerfið. Smám saman hefur verið hert á þessu fáránlega kerfi þar til við sitjum uppi með múra EINOKUNAR um kerfið þar sem komið er í veg fyrir að útúr greininni renni hagnaður til þjóðfélagsins.

Þetta er ástæða hrunsins og þetta er ástæða þess að eitt ríkasta þjóð veraldar nær ekki að brjótast út úr fjötrum hrunsins. þetta er ástæða þess að við getum ekki rekið okkar góða velferð og heilbrigðis kerfi.  Þetta er það sem atkvæði okkar gengur út á. Við kjósum ekki flokka sem ekki ætla að afnema kvótakerfið því það er lýðskrum að hafna því ástandi sem ríkir hér þegar fiskveiði auðsins nýtur ekki við.


mbl.is Fjórum mannslífum var bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þegar ráðamenn fóru að trúa sérfræðingunum Hafró um að allt væri að fara til helvítis, þá fór allt til helvítis, EKKI af því að sérfræðingarnir höfðu rétt fyrir sig, heldur af því að farið var eftir fræðingunum sem reiknuðu allt vitlaust, enda er lífið ekki línuleg formúla.  Þú er heppinn Óli minn að sóknakerfið var aflagt áður en að Hafró var búinn að kyrkja það.  Veiðidagar í mánuði væru kanski  7-9 dagar því þá væri sá afli kominn í land sem Hafró hefði velþóknun á.  Það yrðu kanski 100 sóknardagar á ári.  Eru Færeyingarnir ekki komnið niður í um 130 sóknadaga á sínum smátogurum??

Nú væri lag að gefa frjálsar veiðar í 10 ár með þeim flota sem höfðu veiðileyfi um áramót. Hafró væri með sína fræðinga um borð í skipum og skoðuðu ástand fiskiaflans í sambandi við þyngd miðað við aldur og stjórnuðu sókn í fisk eftir holdafari og ástandi. Veiða meira þar sem ungfiskur er léttari miðað við aldur en meðaltalið er og svo er hægt minnka sókn í smáfisk sem er vel haldinn svo hann stækki meira, því þar er nægilegt æti. Stýra sókninni eftir ástandi svæðanna miðað við æti og ástands fisksins.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.2.2013 kl. 10:36

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Gaman að sjá þig Halli já við þurfum virkilega að byrja að koma við veiðina þessi endaleysa er gengin fram úr allri skynsemi og núna er komið í ljós að þetta sportveiði kjaftæði þar sem ekkert má veiða er búið að skaða þá markaðshludeild sem við höfðum.

Við verðum bara að vona að kjósendur sofni ekki á verðinum þetta andskotas kvótakerfi verður að afnema með góðu eða illu.

Ólafur Örn Jónsson, 11.2.2013 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband