Lýðræðið vann en á samt enn undir högg að sækja?

Lýðræðið vilji fólksins náði fram að gang í ICESAVE og allt fór vel en samt þrjóskast Alþingi við?

Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskránna gaf afgerandi niðurstöðu og sérstaklega í auðlindamálinu. Samt berjast menn og flokkar með sama fræðamanna samfélagið að baki sér til að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin nái að koma vilja sínum fram?

Hvenær ætla Alþingismenn og elitan í þessu landi að skilja að við viljum ekki lúta hirðfíflum lengur. Þjóðin svaf á verðinum eftir stórsteikur á grillinu í góðærinu og gáði ekki að sér meðan ribbaldar dunduðu við að ræna okkur auðlindinni. Nú hefur þjóðin vaknað upp við vondan draum og gripið í stjórnataumanna. Látið okkur ekki grípa til örþrifaráða til að ná stjórn á málefnum þjóðarinnar. Það fór illa í Frakklandi forðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband