11.1.2013 | 21:43
Ofbeldi gegn frjálsri umfjöllun ekki ný á Íslandi
Hér er góð og þörf ábending hjá Kjartani og þarf að skoða vel þau lög sem gefa mönnum tækifæri að stefna mönnum eða refsa á einhvern hátt fyrir að segja sannleikann og upplýsa um það sem miður fer í þjóðfélaginu.
Lítil klíka í innsta hring LÍÚ gerði gott betur en að stefna mönnum sem voguðu sér að segja sannleikann um kvótakerfið og banka ruglið þar sem bankarnir voru skeindir að innan út á eign þjóðarinnar. Atferli sem gekk svo langt að hér fór af stað bóla byggð á hugtakinu kvóti sem var engin innistæða fyrir önnur en við sjáum nú þegar hagnaður af lágu gengi gengur beint í vasa fárra einstaklinga en gagnast þjóðinni ekkert.
Það voru menn sem sáu hvað var að ske og hvert stefndi. Þeir byrjuðu að fjalla um þessa spilling og helberu vitleysu. Það voru ekki stefnur eða aðvaranir sem dundu á þessum mönnum heldur var mönnum hótað eða hreint og beint reknir úr störfum sínum og komið í veg fyrir að þeir þrifust í greininni. Þetta er enn í gangi ef menn fjalla um útgerðina og kvótaspillinguna og gengur Kvótapúkinn þar sem áður fremstur í flokki og nú búinn að komast upp með þetta ofbeldi í 15 ár eða meir.
Eðlileg umræða þögguð niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.