Kvótinn og Markaðirnir (Markaðshludeildin hrunin).

Við sem þjóð höfum skaðast gífurlega á viðhaldi kvótakerfis við fiskveiðistjórnina og enn birtist okkur skaðinn nú þegar dimm ský hlaðast upp á fiskmörkuðum erlendis. Kvótar og sköffun á hvaða vöru sem er skemmir markaði.

Þetta kom skýrt í ljós þegar Kristján Ragnarsson þá framkvæmdastjóri LÍÚ setti reglur um löndum "stóru" togaranna á ferskfiskmörkuðum Þýskalands. Í nokkur ár virtist þetta í lagi en þá brugðust þýskir kaupendur við með því að sameinast um verð áður en uppboðin hófust og töpuðu útgerðir "siglingaskipa" tugum milljóna á þessu fáránlega uppá tæki Kristjáns.

Við eru nú að sjá enn meiri skaða af stjórnun á framboði á markaðina þar sem við eru í fíflagangi kvótans búnir að halda aftur af veiðunum í þeim tilgangi að halda uppi verði á kvóta vegna veða í bönkunum. Þessi skömmtun okkar er nú að hrynja í hausinn á okkur þegar Norðmenn eru búnir að kasta þessari nánasar stefnu í veiðunum og byrjaðir að veiða sinn fisk og dæla honum á markaðina þá kemur í ljós að við erum búnir að missa það vermætasta í markaðssókn. Markaðshlutdeildinni.

Það erfiðasta í markaðssókn er að afla nýrra viðskiptavina en það mikilvægasta í viðskiptum er að viðhalda góðum viðskiptavinum. Kvótakerfið íslenska hefur skaðað okkur í báðum þessum atriðum varðandi sölu afurða íslensk sjávarútvegs.

Of lítið framboð og einokunar tilburðir á viðkvæmum mörkuðum okkar þegar við vorum á seljanda mörkuðum er að koma í bakið á okkur þegar við siglum inní kaupenda markaði þar sem Norðmenn ráða nú lögum og lofum á meðan við sitjum uppi með okkar handónýta KVÓTAKERFI.

Hvað ber að gera? Afnema þegar í stað kvótastýringu á fiskveiðum okkar og taka upp sterkasta vopn í markaðslegum skilningi SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ. Það yrði lang-sterkasta vopn okkar til að bæði hámarka afrakstur miðanna og viðhalda og afla nýrra markaða. Við getum ekki endalaust hundsað krafta einstaklingsins og markaðarins til að ganga erinda eigingirni og græðgi fámennrar klíku í kringum Mogga hirðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband