Áróðurinn beinist nú gegn eigin fólki og Hafnarfjarðar Gunna fer í fararbroddi.

Hvenær nær ógeðið í útgerðinni botninum? Hvað segir þessi frétt okkur landsmönnum? Jú þrátt fyrir að búið sé að taka allan kostnað af útgerð skipanna eru laun sjómanna á þessu róli sem segir okkur ekkert annað en að laun í landinu eru búina að snarlækka. Laun sjómanna hafa lækkað en eru samt miklu hærri en laun í landi.

Hvers vegna er þetta þá. Jú lesandi góður. Þetta stafar af því að allur arður af útgerðinni hefur verið tekinn út fyrirfram sem "fyrirfram greiddur arður" tekinn út sem lán úr bönkunum. Þetta er skollaleikur að undirlagi Kvótapukans og innsta kjarna LÍÚ.

Ofan á þetta er síðan græðgin slík í útgerðarmönnum að ekki er nóg með að vel árar í gengis málum heldur á nú að nota mismun launa sjómanna og landverkafólks til að skilja sjómenn eftir en þau ætla sér ofurgróðan sem skapast hefur með arðráni frá kjörum sjómanna.

Stoppum þessa græðgi hirðarinnar í eitt skipti fyrir öll og afnemum kvótnn í bindandi þjóðaratkvæaðagreiðslu. Þar sem þjóðin tekur aftöðu með "kvótakerfinu" eða "sóknarmarki með allan fisk á markað".


mbl.is Hæstu launin í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband