7.10.2012 | 11:06
ÞESSARI VIÐURSTYGGÐ VEÐUR AÐ LINNA!
Ég vil mótmæla því harðlega að Háskóli Íslands sé notðaur í lágkúrulegu áróðurs plotti glæpa manna gegn þjóðarhagsmunum. Það er orðið ljóst að fjárdráttur útgerða út á kvóta veð þar sem þjóðareign var notuð sem bókfærð eign fyrirtækja í viðskitum við bankanna var höfuð orsök hrunsins og þeirra spillingar sem þreifst innan bankageirast og ekki næst að uppræta.
Afnám kvótakerfisins er mesta hagsmunamál þjóðarinnar og mun breyting yfir í Sóknarmark með allan fisk á markað leysa flest fjárhagsvandamál þessarar þjóðar sem búin er að rembast eins og rjúpa við staur að komast frá hruninu en ekkert gengur og menn eru enn að missa eigur sínar í bankahýtina sem öllu ræður í skjóli kvótalánanna sem eru stærstu eignir bankanna.
Þjóðin á ekki lengur að líða það að á sama tíma og við berjumst í bökkum með lægstu laun á norðurlöndum og velferðarkefið í rúst að hlusta á launaða Hagálfa sem vaða í hagsmunagæslu fyrir einhverja umsvifamestu glæpa menn sem þessi þjóð hefur alið haldandi fram lyga áróðri sem á við enginn rök að styðjast og er eingöngu haldið fram til að slá ryki í augu stjórnmálamanna og almennings.
Menn hafa verið beittir ofbeldi til að halda gangandi þessari viðurtyggð "kvótakerfinu" og þetta er ljótur blettur á Háskólanum sem stofnun og lítilsviðring við þjóð sem berst fyrir að ná rétti sínum gegn glæpagengjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.