ÁFRAM 2007 ÞJÓÐAREIGNIN AÐ VEÐI FYRIR ÚTGERÐINA

Það er sérstakt að hlusta á bankana halda áfram að mæla með því að kvótinn, óveiddur fiskur sem er eign þjóðarinnar, skuli vera notaður sem veð fyrir útgerðina. Það að þetta sé grundvöllur lánveitinga til velrekinna fyrirtækja er náttúrulega forheimska og ekkert annað en 2007 rugl. Þessi kvótalán voru upphaf hrunsins og ástæða þess að nú eru Lánasöfn bundin í þjóðareiginni komin í eigu erlendra aðila.

Í raun er bankinn að segja að ef þeir fái ekki að spila sömu endaleysuna áfram að veltast með kvótaveðin (eign þjóðarinnar) til hagsbóta fyrir útgerðina þá minnki þjóðarhagur? Lántökur útgerðarinnar út á kvótann sem skapað hafa 500 milljarða nánast óborganlegar skuldir útgerðar séu grundvöllur þjóðarhags? Nei það sem sannleikurinn í þessu er að 270 milljarða hengja hangir yfir bönkunum með "ólöglegu" veði í eign þjóðarinnar. Þessa 270 milljarða virðíst LÍÚ vera að nota til að þvínga Ríkistjórnina og þingið til að fallast á áframhaldandi kvótarugl.

Fólki á að vera ljóst eftir gengdarlausan hræðslu áróður og hótanir að kvótakerfið er ekki fyrir þjóðina heldur fámenn hirð sem ætla sér hér öll völd út á nýtingarréttinn hvað sem þjóðin segir. Í 28 ár hefur meirihluti þjóðarinnar réttilega krafist afnáms kvótakerfisins án árangurs og núna er Ríkisstjórnin að brjóta loforð sitt við þjóðina með því að vera að reyna að smygla 20 + frumvarpinu í gegnum þingið í skjóði hávaða sem þyrlað hefur verið upp í kringum auðlindagjaldsfrumvarpið sem er bara bastarður sem nota átti til að fela 20 + frumvarpið.

Hingað og ekki lengra. Með 20+ frumvarpinu sem samið var af lögspekingum LÍÚ og átti að færa útgerðinni eignaréttinn að auðlindinni til eilífðar og leggja þar með af sterkasta vígi þjóðarinnar gegn arðráninu þ e veiðiréttinum úthlutað til eins árs í senn. Þessu ákvæði má alls ekki fórna og þjóðin þarf að skilja að í dag eru lögin um stjórn fiskveiða enn það skýr að ekkert þarf að hafa samráð við einn né neinn nema eigandann af fiskveiðiauðlindinni þjóðina sjálfa. Við eigum nú ístað þess að hleypa í gegn þjófa frumvarpi ríkisstjórnarinnar 20+ að taka öll völd á fiskveiðistjórninni í hendur þjóðarinnar og passa að hér verði á engan hátt unnið að gerð fiskveiðistjórnar nema með fullri aðkomu þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband