Hreyfingin er að sýna ábyrgð með að setja stjórarskrármálið á oddinn.

En meira má koma til. Afglapa frumvarp sem felur í sér eignarhald á kvóta um alla framtíð má ekki læsa inni. Það verður að taka kvótamálið og koma því í hendur þjóðarinnar sem búin er að reyna að afnema þetta kerfi í 28 ár án árangurs.

Hvers átti áhöfnin á aflaskipinu Viðey að gjalda þegar þeir voru reknir fyrir skoðanir skipstjórans á kvóta sukkinu?


mbl.is Munu verja ríkisstjórnina vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þú hittir naglann á höfuðið Ólafur Örn. Þarf ekki fleiri orð um það.

Baldvin Björgvinsson, 14.5.2012 kl. 15:11

2 identicon

Sæll; Ólafur Örn; jafnan !

Alrangar ályktanir; af þinni hálfu, ágæti síðuhafi.

Þjóðin hefir; EKKERT reynt, til þess að afnema kvótakerfið, á höndur sér - sem svika vefja stjórnmálamenn tróðu upp á hana, Haustið 1984.

Í þann tíma, var ég birgðavörður Hraðfrystihúss Stokkseyrar h/f - og hrökklaðist þaðan, Vorið 1991, þegar sýnt varð, með örlög þess fyrirtækis, sem og þorpsins sjálfs. Svo var einnig; um margt annað samstarfsfólk, mitt.

Stjórnarskrármálið; er einungis eitt fjölmargra blekkingar tækja Jóhönnu hyskisins, þó svo Baldvin Björgvinsson, og aðrir áþekkir, mæri þetta lið, í hástert - með ótvíræðum stuðningi sínum, við þessi Helvítis apparöt, Ólafur Örn.

Ætli væri ekki nærri; að Stjórnarráðs packið, virti fyrst þá Stjórnarskrá, sem í gildi á að heita, að nokkru ?

Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Finnst þér að vel hafi tekist til með þau fiskveiðistjórnunarfrumvörp, sem nú liggja fyrir??????

Jóhann Elíasson, 14.5.2012 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband