Ég skal koma í KASTLJÓS með SÉRSTÖKUM SAKSÓKNARA

Ég hef ekkert á móti því að koma fram í Kastljósi og segja sannleikann um ofbeldið sem fylgt hefur kvótakerfinu. Best væri að Sérstakur væri viðstaddur og Kvótapúkinn má vera þar líka ef hann lofar að halda kjafti meðan aðrir tala.

Ég get skýrt fyrir þjóðinni hvernig þjóðin er búin að tapa milljörðum á kvótakefinu OG EINOKUNINNI og hvernig frelsi til handfæra veiða og fiskur framhjá mörkuðum hefur skaðað byggðarlögin og þjóðina.

Ekki væri vitlaust að opna beina línu þar sem menn geta komið fram nafnlaust og segja sögu sína og hug sinn því að þöggunin gengur út á að menn missa vinnuna ef þeir segja sannleikann. 

 Menn hafa nefnt sannleiksnefnd. Ætli hér sé ekki best að byrja?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er gott boð!  Vona að því verði tekið, orð þín sem togaraskipstjóra vega þyngra en margra sem um málið hafa fjallað. 

Gangi þér vel.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.3.2012 kl. 03:12

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afskaplega held ég að margir yrðu undrandi yfir því sem þar kæmi í ljós.

 Þetta vekur upp spurninguna hvers vegna Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi er ekki boðið í Kastljósið eða Ísland í dag?

Svarið hlýtur að vera það að stjórnir þessara sjónvarpsstöðva hafa lítinn áhuga á að vinna LÍÚ áróðurslegt tjón.

En hver ætli að sé ástæðan fyrir því?

Árni Gunnarsson, 29.3.2012 kl. 10:48

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur innlitið. Jenný síðast ástæða þess að ég "mætti ekki" tjá mig var að ég hefði reynslu af bæði kvóta og sóknsarmarki???? Staðreyndin er að samanburður á Kvótakerfi og sóknarmarki er eins og eins og á himni og helvíti. Hagræðið er ekkert fyrir skipin sem stór tapa á að vera sett í að velja sér fisktegundir hvort sem þær gefa sig eða ekki. Þetta kom strax í ljós þegar Kvótinn var settur á að skip voru í hreinum hafvillum keyrandi fram og til baka leitandi af þvi sem ekki var til þá stundina. Þú stjórnar ekki hagkvæmum veiðum á excel skjali.

Já Árni nú þegar við afnemum kvótakerfið sem ég vona að Kvótapúkinn geri nú bara í kvöld með framkomu sinni. (takið eftir efri vörinni). Þá fær Jón vonandi uppreisn æru á Íslandi og við förum að veiða fiskinn í sjónum. 

Ólafur Örn Jónsson, 29.3.2012 kl. 11:17

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Láta vaða á þetta, við komum þessu í kring

Níels A. Ársælsson., 6.4.2012 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband