LOKSINS! LOKSINS þora menn að rannsaka sjávarútvegsfyrirtæki.

Sjómenn hafa barist alla tíð síðan ég byrjaði til sjós fyrir því að fá markaðsverð fyrir fiskinn. 1983 var farið að hylla undir að við næðum rétti okkar. Markaðirnir ruddu sér til rúms hringinn í krigum landið og voru að skila góðum verðum og lá beinast við að allur fiskur færi á markað og mánaðarlöngum verkföllum lyki.

Þá var kvótinn settur á og tengsl fiskvinnslufyrirtækjanna við skipin tryggð og markaðirnir flutu á nokkrum skipum. Spillingin vann en réttlætið fyrir borð borið. Síðan komst trúður til valda í Sjálfstæðisflokkunum sem verið hafði baráttuflokkur fyrir sönnu markaðskerfis.

1993 var grímunni kastað í Sjávarútvegi með "Tvíhöfðanefndinni" þarna urðu þáttaskil og það sem ég vissi ekki þá var kvótapúkinn höfuðpaurinn við hlið þáverandi formanns LÍÚ. þarna var búið að taka ákvörðun um að veðsetja kvótaúthlutanir og vernda kvótann og fjárdráttinn úr bönkunum með öllum ráðum. 

Menn voru nú reknir af skipum sínum og þeir "eyðilagðir". Fyrirtækjum sem tóku þessa menn i vinnu hótað með viðskiptaþvingunum ef þeir þögguðu ekki niður í viðkomandi. Mubarak kallaði þetta afkomu ofbeldi.

Kastljós á heiður skilið fyrir umfjöllun  um þetta mál og mætti hafa samband við þýsk yfirvöld því að aðferðir sem beitt hefur verið við yfirtöku á þýska ferskfiskmarkaðnum eru ekki til eftir breytni eða í samræmi við viðteknar venjur í viðskiptum. Yfirmenn ferskfiskmarkaða í Bremerhaven ættu að geta uppvíst um þessi mál. 

Sjálfur höfuð paurinn er í Kastljósi kvöldsins og vona ég að fólk taki nú vel eftir. Hann verður vel undirbúinn en ég vona að Helgi láti hann ekki komast upp með neitt múður. Hann er búinn að valta yfir SJÁVARKLASANN þar sem enginn þorir að andmæla þótt menn bölvi í laumi. Vonandi spyr Helgi út í farsímann og það afkomu ofbeldi sem hefur verið beitt í greininni í tæp 20 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ólafur..Ég vil benda þér á eitt,það verður ekki nein ransókn sem heiti getur,En hvað með þá sem eiga Kvóta og stunda Gistihúsaregstur.eins til dæmis í Eyjum.Er ekki rétt að birja þar sem glæpamenska er stunduð með Kvótann.Sjómenn eiga betur skilið en að það sé stolið frá þeim ´en það er gert í ríkumæli.þið eigið beita ykkur fyrir því að allur Fiskur fari á Markað,og það er sanngirnis krafa sem þið eigið skylið....

Vilhjálmur Stefánsson, 29.3.2012 kl. 11:42

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Vilhjálmur þakka þér innlitið. Við erum ég og þú og sem betur fer fleiri og fleiri. Ef ég á að taka mig þá hef ég barist með þeim ráðum sem ég kunni fyrir því að allur fiskur færi á markað enda var það beint framhald af því að hér var veitt í og verið var að koma á mörkuðum til að vinnslur gætu sér hæft sig.  Þetta hefði sett verð og þróun sölumála í algera sérstöðu og sett Íslendinga í fremstu röð fiskveiðiþjóða með arðsemi og framfarir. Því miður varð ég að velja milli fjölskyldu og baráttu og var sá aumingi að velja frið við mafíuna sem hreykti sér í Kastljósinu í gærkveldi. Ég valdi friðinn en fékk í staðinn hefndina 12 árum seinna þegar þetta viðriðni kom kvísling inní fyritæki mitt og reyndi ekki einatt að hafa af mér fyrirtækið heldur einnig að gera mig gjaldþrota. En við höldum áfram baráttunni gegn þessu hyski Vilhjálmur og hættum ekki fyrr en við mýgum á gröf þeirra og kvótkerfis afkvæmið þeirra.

Ólafur Örn Jónsson, 30.3.2012 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband