NÝ FRAMBOÐ ÞURFA STEFNU Í FISKVEIÐISTJÓRNUN

Hvers vegna stjórnmálahópar og einstaklingar vilja halda áfram með kvótakerfið sem hefur gjörsamlega misheppnast frá upphafi?

 Til að bjarga lýðræðinu í þessu landi verður að afnema kvótastýringar við allar fiskveiðar þegar í stað og inn leiða kerfi þar sem allir standa jafnir varðandi aðganginn að auðlindinni.

Hægt er að gefa handfæraveiðar þegar í stað frjálsar og taka upp Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar. Þarf ekki einu sinni að stoppa veiðar til að skipta yfir. Fjölga þarf skipum sem fara skilyrðislaust í hendur nýrra aðila sem haldið hefur verið frá auðlindinni með ofbeldi og mannréttinda brotum. Allur fiskur fer á markað þar sem allir hafa aðgang að honum. Á markaði er tekið auðlindagjald sem prósenta af sölu t.d. 2,5 % og 50%  af söluandvirði undirmáls fisks. Hluti gjaldsins getur runnið til byggðarlagsins sem notar það í þágu einstaklinganna og þjónustu við sjávarútveginn. Restin fer í auðlindasjóð sem ber ábyrgð á þeim skuldum sem útgerðin hefur stofnað til gagn gert til kaupa á veiðiheimildum. Restina af skuldum útgerðar vera útgerðamenn að standa skil á hvað sem tautar og raular við borgum ekki skuldir óreyðumanna.

Með eingöngu þessu skrafi í fiskveiðistjórnun er öllu snúið til betri vegar í íslensku samfélagi. Óréttlæti afnumið án þess að taka frá neinum eða færa neinum gjafir. Menn fara út á akurinn og vinna hörðum höndum fyrir sjálfan sig og fyrir þjóðina. Vill einhver meira? Þá getur hann flutt til fyrirheitalandsins Noregs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli, þú veist vel af hverju Sóknamarkið þitt var lagt af. Skipin veiddu allt of mikið af þorski, fyrir smekk Hafró, á þessum rúmum 150 dögum sem þorsk  mátti veiða.

Þá var óheft veiði í allar aðrar tegundir.

Þú getur rétt ímyndað þér hvað Hafró gæfi marga daga til veiða núna þegar allt þarf að takmarka, að áliti Hafró.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.2.2012 kl. 11:36

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Hallgrímur Sóknarmarkið var lagt af þegar spilltasti stjórnmálamaður sem stetið hefur á Alþingi Íslendinga gekk erinda SIS frystihúsa sem ekki kunnu og vildu vinna neitt annað en Þorsk. Já satt er það við veiddum meiri þorsk enda eru allir vitibornir menn sammála um að Íslandsmið eigi að gefa af sér meiri þorsk en þessi þorskar sem nú ráða eru að úthluta.

Það sem er í gangi núna er að yngra fólk er gengið í þöggunargildru Moggahirðarinnar. Þau halda af því launaðir Hag-álfar haldi fram að þetta kerfi sé ómissandi þá eigi að nota kvótakerfi. Fólk verður að skilja þetta kerfi hefði aldrei átt að vera innleitt. það var eitt stærsta slys þessarar þjóðar.

Ólafur Örn Jónsson, 26.2.2012 kl. 22:40

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Daginn Óli. Vandamáli byrjaði þegar ráðamenn fóru að trúa kenningum fiskifræðinga hjá Hafró að það væri hægt að setja á á guð og gaddinn.  Góður skepnuhirðir fylgist með holdafari á búfénaði sínum.  Á árunum 76-80 lækkar fallþungi á þorski. 7ára þorskur lækkar meira en 1 kg á fallþunga.  Allir vitibornir menn myndu komast að þeirri niðurstöðu að fóður vanti, því ætti að veiða meira.  NEI NEI EKKI HAFRÓ,  þeir hrópuðu ofveiði ofveiði, minnka veiði, minnka veiði. Það var reynt að gera það með skrapdagakerfinu, en það mistókst,  þorskaflinn jókst sífellt til 83 þá kom bakslag.

Svartaskýslan sagði hafið dautt, allt að fara til andskotans.  Ráðamenn sáu leik á borði og settu aflamark á  og allt fór til andskotans því Hafró hefur ekki ennþá uppgötvað að stýra kvótum eftir holdafari fiskistofna.  Hefði það verið gert værum við í mun betri málu.  Fiskifræðingar hefðu þá verið um borð í fiskiskipunum og verið í beinu sambandi við náttúruna.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.2.2012 kl. 14:44

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli.  Eina sem stjórnvöld geta gert í stöðunni er að gera allar veiðar frjálsar, nema uppsjávarveiðar Hafró virðist ráða nokkuð við ráðgjöf þar.  Veiðistjórnun yrði þá fólgin í svæðislokunum á smáfiski og ráðgjöf í veiðum, á hvaða svæðum æskilegast væri að auka sókn eða hlífa við sókn, eða loka svæðum.  Fiskifræðingar og eftirlitsmenn yrðu þá meira úti á  skipunum.  Ef þetta gengi ekki upp þá gætu stjórnvöld stokkað upp á nýtt og sett kerfi sem allir yrðu ánægðir með.

Fjármálastofnanir yrðu að vera varkárar við að lána nýliðum sem öðrum.

Frosinn og ferskur fiskur yrði seldur í gegnum openbera markaði og 3% af söluverðmæti færi í sérstakann sjóð.

Aukning á afla mun vega á móti rýrnun á veðheimildum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.2.2012 kl. 15:19

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já ég er sammála þér að meira eigi að gera með svæðalokunum og var ekki vafi að það tókst vel til 1990 þegar smáfiskahólfið út af húnaflóanum var stækkað til austurs og fáránlegt smáfiskadráp skipa með alltof mikinn þorsk kvóta stoppuð. Eins hafa smá fiska hólf á fjöllunum gert mikið fyrir karfastofninn.

Nei Hallgrímur stjórnvöld taka ekki að sér að selja fisk fyrirtækjunum er vel treystindi til að fá hæsta verð fyrir frosinn fisk.

Ólafur Örn Jónsson, 27.2.2012 kl. 18:02

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það hafa verið brögð að því að frosni fiskurinn er seldur dótturfirirtækjum erlendis og þau selja svo áfram.  Þar með minnkar kaup sjómanna.

Ég er að meina að það er ekki grundvöllur að reka einkarekna fiskmarkaði á hverri krummaskuð úti á landi.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.2.2012 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband