AF ÞVÍ BARA

Frjálsar handfæraveiðar hvers vegna ekki? AF ÞVÍ BARA er eina svarið sem menn gefa.

Staðreyndin er að ef ekki er hægt að leyfa frjálsar handfæraveiðar eins og voru hér fyrir "tvíhöfðanefndina" getum við hætt fiskveiðum við Ísland. 

Kvóti var eingöngu settur á Handfæraveiðar til að tryggja meiri og jafnari eftirspurn eftir  kvóta og hafði ekkert með stjórnun fiskveiða að gera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hér væri uppgangur og bjartsýni ríkjandi í þjóðfélaginu, hefðu frjálsar handfæraveiðar verið leyfðar fyrir 3 árum!

Aðalsteinn Agnarsson, 31.1.2012 kl. 20:39

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta er flóknara en sýnist Óli, og er frekar en nokkuð annað  verkefni fyrir sálfræðinga að eiga við. 

Hugsaðu þér t.d. alla litlu kallana sem settir voru í kvóta fyrir nokkrum árum þegar síðustu dagarnir voru teknir af. Þessir menn fengu 20-30 tonn í staðinn fyrir 19- 21 daga... Þeir fóru síðan flestir í bankann og keyptu meira - margir á erlendum lánum og eru því alveg að drepast. Þessir aðilar sem margir hverjir eru nokkuð áberandi í sínu sveitarfélagi hafa minni en engan áhuga á að minni spámenn í þorpinu eignist möguleika á að róa og bjarga sér - fyrir ekkert. Andstaðan er víðar og á ólíklegri stöðum en manni gæti dottið í hug af fyrra bragði  

...sálfræðingar gætu líka komið að notum.

Atli Hermannsson., 31.1.2012 kl. 21:53

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur innlitið strákar. Nei Atli þetta er ekkert flókið bara gefa þetta frálst og aldrei aftur. Einhverstaðar verðum við að byrja að afnema þetta andskotans óréttlæti sem er að eyðileggja allt mannlif á landinu.

Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2012 kl. 00:01

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Óli. Ég er bara að taka dæmi um hina ýmsu vinkla sem eru að þvælast í umræðunni... Annars var Hreyfingin að leggja frumvarp fram í gær, það sama og þeir lögðu fram í haust. Fróðlegt verður að fylgjast með umræðunni sem það fær.

Atli Hermannsson., 1.2.2012 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband