28.1.2012 | 11:10
JÓHANNA ber af öðrum á Alþingi
Ég stend með "kerlingunni í brúnni" sem búin er að vinna kraftaverk að halda ríkisstjórninni saman og standast óforskammaða aðför hagsmunaaðila og sjálftökuliðs. Má segja að aldrei hafi á jafn erfiðum tímum verið sótt svo lúalega að neinni Ríkisstjórn eins og sótt hefur verið að þessari ríkisstjórn sem þrátt fyrir mótlæti er að skila góðum árangri miðað við aðrar þjóðir.
Ef eitthvað væri að marka þetta lið sem náð hefur völdum innan atvinnulífsins ættu stjórnir fyrirtækja að vera þakklátar fyrir þann árangur sem náðst hefur.
Öll þau þrjú mál sem Jóhanna nefnir er nauðslynlegt að klárist fyrir næstu kosningar og þá sérstaklega Stjórnarskrármálið. Það má segja að Lýðræði á Íslandi standi og falli með því að þessi stefnumál Jóhönnu nái fram að ganga og ætla ég rétt að vona að til sé meirihluti á Alþingi að svo megi verða.
Jóhanna og Steingrímur mega vita að þeirra eru völdin þegar afnema ber óréttlætið og "ÞÚ SPYRÐ EKKI KÖTTIN ÞEGAR GELDA BER KÖTTINN.
Þegar litið er til vandræða heimilanna eru þessi þrjú mál öll tengd lausn á kjaramálum í þessu landi sem komin eru í mestu óreyðu vegna grasserandi sjálftöku og einokunar eftir Davíð-ysmann.
Vill klára málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Athugasemdir
Árangurinn af þessu starfi ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið neinn - Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum við að reyna að endurreisa nánast óbreytt kerfi sem hrundi til grunna fyrir örfáum árum.
Sigurjón Þórðarson, 28.1.2012 kl. 11:30
Jóhanna gleymir alltaf að hún VAR í hrunstjórnini.
Hún getur ekki bara verið stikk frí.
Allir ráðherrar í þeirri ríkistjórn eru ábyrgir. Það þýðir ekkert að segja ekki ég.
Birgir Örn Guðjónsson, 28.1.2012 kl. 11:38
Jóhanna ber af öðrum í hræsni.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.1.2012 kl. 11:51
Jóhanna er ógn,unga fólkið flýr hana.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 12:39
Sæll og þakka komentin. Ég get ekki séð neinn inná þingi sem hefði haldið fleyinu á floti og varið það áföllum við þessar erfiðu aðstæður aðra en Jóhönnu og að hún skuli búin að gera það með VG í eftirdragi er eintakt.
Og takið eftir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem ekki geta losað sig við spillingu og hagsmunapot eru úti í kuldanum. Skemmileggja ekki meira á meðan.
Nú klárar Jóhanna verkefnið með stæl og sker undan spillingar öflum sem ekki kunna eða vilja ganga í takt við fólkið í landinu. Hún á minn stuðning í því og ef henni tekst það þá á hún mitt atkvæði líka)))).
Hrunstjórnin er stjórn Davíðs og Halldórs því má enginn gleyma þar voru örlög okkar ráðin með tilstilli misvitra kjósenda því miður. Vonandi förum við betur að ráði okkar í framtíðnni og kjósum ekki AFTURGÖNGUR úr hrunstjórninni inná Alþingi.
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 14:38
Ég hélt að þessi pistill væri grín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:03
Fyrirgefðu það Asthildur en meðan ekkert annað býðst stend ég með Jóhönnu eða hvern sérð þú annan betri á Alþingi. Eftir "grínið" á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins er ég hræddur um þjóðinni sé betra að fara sér varlega. Ekki vill ég aftur sjá LANDRÁÐAMENN við stjórn landsins.
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 17:22
Nei Ólafur ég sé ekki til lands heldur eins og er. Vil ekki fleiri hrunverja að kjötkötlunum. Ég er bara að vonast eftir að fólkið vitkist og fari að treysta öðrum framboðum öðrum áherslum og einstaklingum sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Það er vonandi að komast á koppin slíkar hreyfingar og fleiri en ein.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 18:08
Sammála Ásthildur við þurfum sannanlega nýtt fólk á Alþingi. Sem betur fer eru hreyfingar í gangi en þær þurfa tíma og stjórnarskrármálið þarf að komast á rekspöl. Kannski verður það stærsta verk þessarar Ríkisstjórnar?
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 18:27
Já vonandi, ég hef samt enga trú á að þessi verkefni komist á koppinn hjá þeim, þau eru margklofinn innanborðs og koma engu í gegn því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 18:38
Johanna er ad gera tjodarskutuna ad rekaldi og takka eg fyrir ad vera ekki um bord i tvi fleyi.
Axel Guðmundsson, 28.1.2012 kl. 18:45
Já ætli þau Steingrímur séu ekki búin að taka negluna úr líka?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 22:05
Og var hún "skútan" ekki burðug fyrir. Græðgismaðkurinn búinn að éta sig ínní raftinn og fokkuna og spillingar kakkalakkar í hveitinu. Ég er hræddur um að enginn af liðleskjum Alþingis hefði geta drusslast þetta áfram undir stórskotahríð sjálftöku liðsins sem notar þræði valdsins keypta fyrir kvótagull til að grafa undan þjóðfélaginu.
Þeir sem ekki geta dáðst af Jóhönnu og því afreki sem hún hefur unnið hljóta að vera haldnir meinloku.
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 22:46
Það getur vel verið að ég sé haldin meinloku, en ég sé bara algjörlega veruleikafirrta manneskju sem er endalaust að lengja í hengingarólinni. Það sorglega við þetta alt er samt að horfa upp á frolufellandi sjálfstæðismenn spóla í drullunni við hugsunina um að komast að aftur. Það vil ég ekki sjá. En þetta sem við búum við núna er svo sannarlega ekkert betra. Það er engin bjartsýni eða framsýni eða von um eitthvað betra, það er bara allt bak við næsta horn, eftir viku eða mánuð en ekkert í hendi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 22:56
Ásthildur er þetta ekkert betra? Ertu ekki með Hannes Hólmstein og Davíð á youtube þar sem þeir dásama það þegar menn gegnu í bankanna sem höðu ekki undan að prenta peninga.
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 23:03
Hef aldrei þolað Hannes karl greyið frekar en Þórhall Baldurrson eða Matthías Vilhjálmsson, tel að prófessorar við Hí ættu að koma sér eitthvað annað því þeir eru ekki fræðimenn að mínu mati heldur pólitískar mellur, en það er bara mín skoðun. Hvað Davíð varðar fékk ég ágætis útlistun á hans persónu af manni sem var honum samskipa á alþingi sem sagði mér algjörlega frá a til ö frekjuköstin, öskrin og ruglið sem sá maður lét frá sér fara, sem er nóta bene ef til vill var aðeins meiri en Jóhönnu en bara stigsmunur á en ekki grundvallarmunur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:24
Það hryggilega er uppákoman á síðasta Landsfundi þar sem allt "gamla gengið" Afturgöngurnar mættu og tóku öll völd. Þetta lið þorir ekki að yfirgefa sviðið af hræðslu við uppgjör fortíðar. Það er illt þegar menn misstu sig svona gjörsamlega og hafa aldrei haft hugrekki til að biðja þjóðina fyrirgefningar.
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 23:32
Nákvæmlega hræðslan kippar þessu fólki saman, þess vegna er samrottun fjórflokksins okkar helsta mein. Þau vilja bara ráða og vilja ekkert uppgjör, við þurfum að nýta okkur styrk almennings til að breyta þessu og standa í eitt skipti saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:45
Góð færsla Ólafur!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.1.2012 kl. 00:52
Hafið þið drengir mínir ekki skilið að oflof ef hæðni af verstu sort?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 01:09
Furðulegt að halda að allir séu með meinloku sem líta á Jóhönnu sem það sem hún er: Óvinur Íslands númer eitt, hefur reynt að selja allt landið í hendur evrópubandalaginu, svikið allt sem hún lofaði fyrir kosningar, fjármagnaði ónýta banka með peningum sem ekki voru til og voru teknir af fólki í formi eigna.
Pistillinn er reyndar mjög vel skrifuð blanda af staðreyndum um Sjálfstæðismafíuna og þvælulegri aðdáun á svikara þeim sem Jóhanna er, og ég er syeinhissa að glöggur karl eins og þú virðist vera Ólafur, skulir ekki sjá nornina í Jóhönnu, forheimskuna og bullið í henni.
Svo vantar umræðu um hvers vegna heldur fólk að bankar eigi að vera eitthvað annað enn ríkisrekin þjónustufyrirtæki? Það er búið að læða því að fólki um allan heim að allt lífið eigi að stjórnasr af peningum. Þeir sem græða mest á þeim trúarbrögðum eru einkabankar sem bara eru til til að græða.
Bankarnir eru hinar nýju kirkjur og bankafólkið eru nútíma prestar og fólk sem vinnur baki brotnu að viðhalda nýju trúarbrögðunum. Og allir vita hvaða Guð á að dýrka og hvernig....
Óskar Arnórsson, 29.1.2012 kl. 06:08
Þakka innlitið félagar. Óskar ég kalla það meinsemd ef fólk kann ekki að bera virðingu fyrir manneskjuna sem tók við í versta ástandi sem nokkur ríkisstjórn hefur fengið i hendur.
Hún fékk nánast engan frið fyrr en hagsmunasamtök sem eiga allt undir þjóðareign á móti sér þar sem glumdu hótanir um að stoppa framleiðslu og setja þjóðfélagið á hausinn. NEI EKKI AÐ AÐSTOÐA VIÐ UPPBYGGINGU EINS OG ÆTLA HEÐFÐI MÁTT.
VG byrjuðu að liðast í sundur við hvert áratak og kenndu skipstjóranum um.
Og hvað varðar ESB þá skil ég ekki fólk sem berst gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við göngum í ESB og tökum upp Evruna. Eins og ég hef sagt þá er ég vitni að því hér á Spáni að fólk á ennþá húsin sín og borgar enn 3,5 % í skatta. Lyf á 1/3 verði miðað við Ísland og benzin á hálfvirði.
Spillingin og græðgi fárra er í raun verið að þvinga okkur til að fara ínní þetta ríkjasamstarf því að öðruvísi erum þjóðin ekki hult fyrir valdasjúku siðlausu fólki sem kann sér ekkert hóf.
Ólafur Örn Jónsson, 29.1.2012 kl. 11:12
Afsakið villur en fólk borgar hér 3,5% af húsnæðislánum.
Ólafur Örn Jónsson, 29.1.2012 kl. 11:15
Jóhanna hefur akkúrat engu áorkað í neinu máli. Hún er samt nógu lúmsk og fölsk til að eigna sér einhver afrek ef þau eru þá til. Hún reyndi og heldur áfram að smita fólk með þessari hugarfarslegu pest sem hún gengur sjálf með, ganga í Evrópumafíuna og gefa upp á bátin allt efnahagslegt sjálfstæði með því að taka upp evruna,
Fólk á húsin sín um allan heim. Verðtrygging, sem er einkennismerki Sjálfstæðisbófanna, passaði hún uppá að EKKI taka í burtu, enda engin munur á henni og Sjálfstæðismanni.
Jóhanna verður aldrei valin aftur, hún sveik þjóðina einmitt þegar mest á reið og er komin í flokk verstu bófa landsins um aldur og æfi fyrir löngu síðan...
Óskar Arnórsson, 29.1.2012 kl. 11:47
Fyrsta, annað og þriðja verkefni sem beið þessarar Ríkisstjórnar var að styrkja efnahag ríkissins og að hér yrði lífvænlegt fyrir atvinnulífið. Þetta segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að tekist hafi hér fram en hjá öðrum þjóðum? Nú er eitt og hálf ár eftir að kjörtímabilinu og stefnan skýr ég óska þeim alls hins besta í að tryggja Lýðræði og réttlæti.
Ólafur Örn Jónsson, 29.1.2012 kl. 12:59
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælir getu og styrk bankanna á Íslandi og ekki hvort það sé lífvænlegt í landinu. Þeim er alveg sama þó þurfi að fórna þúsundum til að geta viðhaldið gömlu úreltu kerfi.
Það er ófært að láta banka, fjármagnseigendur og peningaróna drottna yfir fólki lengur. Jóhanna gengur erinda auðvalds og þess vefna skiptir engu máli hver er i stjórn raunverulega,,,,
Óskar Arnórsson, 29.1.2012 kl. 23:50
Já Óskar þú segir það. Eitt get ég þó sannfært þig um að á meðan Jóhanna heldur um stýrið komast siðleysingarnir sem sátu í stjórn frá 1994 til 2006 ekki til valda og er það vel. Eftir það sem þú hefur skrifað hlýtur þú að vera sammála mér um þetta?
Ólafur Örn Jónsson, 30.1.2012 kl. 09:52
Jú, það er nú ekki annað hægt enn að vera sammála þér um það mesta. Ég er bara ekki alveg að kyngja því að Íslendingar eigi ekki hæfara fólk í viðkvæmar stöður enn gangstera eða snarvitlausa kommúnista.
Satt að segja ef ekkert annað er í boði enn glæpamenn eða kommúnistar, þá vel ég persónulega banksterana heldur. Þeir ræna mann bara og láta síðan fólk í friði. Kommúnistar r´na öllu steini léttara og láta síðan fólk aldrei í friði með eitt eða neitt...
Vonandi koma einhverjir nýjir kraftar fyrir næstu kosningar. Atvinnup´plotík ætti að banna með lögum. Þetta er mannskemmandi vinna og menn eiga ekki að fá að vasast í þessu nema eitt eða tvö kjörtímabil.
Ég er ekki sammála þér um að Jóhönnu hafi tekist vel. Hún hefur að mínu mati unnið gegn allt og öllu og það er ekki henni að þakka á nokkurn hátt að aðeins er farið að birta til. Það er fólkið sjálft í kringum hana sem hefur gert gæfumunin og svo vill hún eiga sér heiðurinn af því.
Þannig lít ég alla vega á þetta.
Óskar Arnórsson, 30.1.2012 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.