Jóhanna setur stefnuna

Nú þegar Jóhanna tekur stýrið föstum tökum og stefnan sett á loka markið svitna Sjálfstæðismenn sem héldu að þjóðin ætli að koma skríðandi og færa þeim aftur völdin í stjórnarráðinu.

Nú fær þingið síðasta tækifæri til að sína þjóðinni að þar sitji menn sem  bera virðingu fyrir Lýðræðinu og fólkinu í landinu. Krafan er ný stjórnarskrá, afnám kvótkerfisins og þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB.


mbl.is Tillaga um landsfund dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Þú veist það alveg eins vel og ég að þessi ríkisstjórn afnemur ALDREI kvótakerfið.Ekki frekar en aðrar ríkisstjórnir

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.1.2012 kl. 18:07

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Marteinn. Ég veit bara að þetta fólk lofaði þjóðinni að EINOKUNIN yrði aflétt. Nú reynir á Kerlinguna í brúnni.

Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 18:40

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Sæll Ólafur ég get að miklu leiti verið sammála þér með kvótakerfið það er stórgallað í núverandi mynd og það þarf að gjörbreita því.Ég var sjálfur á sjó í 26 ár og þekki málið aðeins. En ég treysti þessari ríkisstjórn ekki fyrir nokrum sköpuðum hlut enda hefur hún svikið nánast allt sem hún lofaði .

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.1.2012 kl. 19:14

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Marteinn henni er ekki terystandi! Hún hefur svikið og mun svíka svo mikið er víst.

Sigurður Haraldsson, 29.1.2012 kl. 10:31

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Martein Jóhanna hefur bognað en ekki brotnað. Horfum á það sem dunið hefur á þessari Ríkisstjórn innan frá sem utan og samt hefur Jóhanna haldið striki. Nú er búið að taka til á dekkinu og endurraða í yfirmannastöður. Þrjú mál þarf að klára og stefna er sett á það.

Ég verð að segja að ég er í hópi þeirra sem vill alls ekki sjá Afurgöngurnar úr Sjálfstæðisflokknum komast til valda svo líf þessarar ríkisstjórnar er nauðsynlegt þessari þjóð meðan ekkert annað býðst.

Ólafur Örn Jónsson, 29.1.2012 kl. 11:33

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Neiii Ólafur ertu nú orðin krati?

Örn Ægir Reynisson, 29.1.2012 kl. 15:41

7 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sýnist þer þessi ríkisstjórn bera virðingu fyrir lýðræðinu og vinna fyrir fólkið í landinu? Nei þettað er bara aum leppstjórn Evrópusambandsins sem ásælist auðlindir Íslands og er á bakvið þá bólu sem hér var mynduð og átti að enda með gjaldþroti landsins og INNGÖNGU í Evrópusambandið!! Við þurfum ekki að afhenda kerfiskrötum frá Brussel yfirráð yfir okkar málum til að koma skikki á hlutina það væri algjör aumingaskapur!

Örn Ægir Reynisson, 29.1.2012 kl. 15:48

8 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Eina sem þessi úldna leppstjórn ESB mun gera fái hún einhverju ráðið er að þjóðverjar og fleiri ESB lönd munu getað keypt kvótan af núverandi handhöfum og lagt þettað allt undir sig, mundu að það voru ESB sinnaðir stjórnmálamenn Jón Baldvin, Halldór Ásgríms og fleiri sem að tóku ekki síður þátt í að koma þessu kvótakerfi á á sínum tíma.

Örn Ægir Reynisson, 29.1.2012 kl. 15:59

9 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Örn. Nei ég er ekki krati langt frá því og ekki kýs ég menn sem temja sér spillingu og hagsmunapot.

Varðandi ESB og kvótann er ég viss um ða ég og fleiri kæmist nær auðlindinni væru við innan ESB. Þeir þurfa að veiða ekki satt? Ekki fæ ég að veiða fyrir þá sem núna eru einhnerrahluta vegna í þeirri stöðu að hafa EINOKUN á fiskveiðum við Ísland. 

Davíð Oddsson var kosinn á þing til að afnema Kvótann en rann á rassgatið ofan í framsóknar flórinn og svamlar nú í Haughúsi spillingar með allan flokkinn með sér.

Ólafur Örn Jónsson, 29.1.2012 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband