4.1.2012 | 12:58
BJARNI verður að taka til í Valhöll og reboota stefnuna
Að ætla að neita fortíðinni og láta afturgöngur komast upp með að halda völdum og hvít þvo hendur sínar af hruninu gagnast Sjálfstæðisflokknum ekki. Núna verður að setja valdasjúka hrun gæja útaf og loka dyrunum á hagsmuna potara sem ætla að nota flokkinn til að tryggja sér aðgang að gæðum landsins umfram annað fólk.
Forysta verður að koma saman og REBOOTA stefnu flokksins fram fyrir daga Davíðs. Stefnan var kristal tær. Hefja og verja einstaklinginn til athafna og skaffa fólkinu grundvöll til að skapa og auka við atvinnulífið. Fingur stjórnvalda af atvinnulífinu og leyfa markaðnum að ráða hverjir lifa og hverjir verða að fara og gera eitthvað annað. Berjast gegn EINOKUN af öllu tagi og leiða stétt með stétt til að styrkur okkar litlu þjóðar verði sem mestur. Arðurinn af útflutningsgreinunum verður að fá að fljóta um háræðar þjóðfélagsins en ekki beint inní bankanna og fara þaðan til erlendra fjárfesta.
Ég vona að Bjarni Benediktsson skilji að þetta er það sem þarf að gera núna og mun verða til að flokkurinn nær aftur til hins almenna borgara sem í dag sveiflast í lausu lofti með ónýtan fjórflokkinn sem eina kost.
Ónotatilfinning sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.