Frjálsar handfæraveiðar verða vonandi fyrsta verk nýja sjávarútvegsráðherrans

Steingrímur má ekki sitja auðum höndum í atvinnuráðuneytinu. Mannréttindabrot sem bíða úrlausnar verður að afnema. Engin ástæða var að setja takmarkanir á frjálsar handfæraveiðar á sínum tíma. Steingrímur verður að láta skynsemina ráða í þessu máli og gefa handfæraveiðar frjálsar innan skynsalegra takmarkanna. Eins og "einn maður á 12 metra bát með 4 rúllur" eða "tveir menn með 6 rúllur" og síðan sóknardaga yfir svartasta skammdegið og allan fisk á markað.

Já það vantar svo sannarlega að taka til í Hafró og get ég nefnt hæfann mann til að taka af skarið þar í hvelli.


mbl.is Steingrímur mun skoða Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Ólafur Örn!

Steingrímur getur leyst vanda gjaldþrota þjóðar, á einum degi,

hafi hann kjark.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.1.2012 kl. 20:31

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Gleðilegt nýár Aðalsteinn vona að það verði þér gjöfult.

Satt segir þú það þarf kjark til þegar hnefi hefndar er reiddur til höggs gegn hverjum þeim sem voga sér en ég er að vona Steingrímur sé eins vitlaus eins og ég að hafa ekki vit á að halda kjafti. 

Ólafur Örn Jónsson, 3.1.2012 kl. 20:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mjög margt sem hann Gunnarsstaða Móri hefur ekki og eitt af því er KJARKUR.  Allt sem fólk hélt að hann stæði fyrir, hefur hann samviskusamlega hrakið og ekki verður betur séð en að hann sé búinn að moka yfir sína "pólitísku líftóru" og það hefur hann gert samviskusamlega allt frá því að hann gekk í þetta ríkisstjórnarsamstarf............... 

Jóhann Elíasson, 4.1.2012 kl. 00:37

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Jóhann en minn stærsti galli er að ég hef óbilandi trú á fólki og að allir eigi að hafa second chancen in live.... .... Núna fær hann móri þinn tækifæri til að gera gott áður en yfirlýkur. Hvers vegna skyldi hann ekki grípa þetta tækifæri og verða hetja en ekki skúrkur.

Ólafur Örn Jónsson, 4.1.2012 kl. 10:29

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef bara ekki nokkra trú á honum Gunnarsstaða Móra lengur.  Ég spilaði við hann fótbolta hérna í "den" og ég sé ekki betur en að hann hafi lítið breyst síðan þá.  Auðvitað er það alveg rétt hjá þér að allir eiga skilið að fá "second chance in live" en Gunnarsstaða Móri er búinn að fá nokkra möguleika en hann hefur KLÚÐRAÐ þeim öllum og þegar svo er þá getur maður ekki áætlað annað en að BROTAVILJINN sé mikill og einbeittur...................

Jóhann Elíasson, 5.1.2012 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband