Lýðræðið og óvinir þess

 John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengjast þessari „undirliggjandi baráttu". Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.

Af hverju er Ísland komið í þessa stöðu að hér fær lýðræðið ekki þrifist vegna hagsmunapots og GRÆÐGI fárra? Eðlileg kynslóðaskipti í stjórnmálaflokkum fá ekki frið fyrir fyrri valdhöfum sem geta ekki sleppt þráðum valdsins vegna þrýstings frá "vinunum" sem treyst ekki sínum afkomendum til að lifa af í "samkeppnis þjóðfélagi".

Kjósandi góður enn höfum við völdin með atkvæði okkar. Hnýtum ekki afkomendur okkar í ánauð þeirra sem einhverra hluta vegna hafa ánetjast græðgi og valdhroka. Lýðræðið er verðmæti sem við megum ekki missa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Frábær og sannur pistill! Gleðilegt ár! Ég man enn eftir mokfiskeríinu á Fjöllunum og öskrunum í þér! Var skemmtilegur túr!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2012 kl. 11:51

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Gleðilegt ár Guðbjörn og þakka þér innlitið.

Ólafur Örn Jónsson, 1.1.2012 kl. 13:25

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gaman að heyra í gömlum togarajöxlum.

Lýðræðið er brothætt eins og postulín. Fagurt á tyllidögum og misnotað af fagurgölum um leið og færi gefst. Kúlulánalýðræðið er gott dæmi um hvað ýmsir töldu sín megin. Albert Guðmundsson sá á sínum tíma um fjármögnun Valhallarbyggingarinnar. Honum þótti miður fyrir málefnið þegar menn vildu fá ríflegt endurgjald fyrir snúð sinn. Ekki var honum mikið þakkað fyrir fórnfýsi sína, né Guðmundi jaka. Lítill umbun varð að stór máli. Lítið höfum við þroskast síðan, en nú er komin talva og netkosning handan við hæðina. Heimskreppa flýtir þeirri för.

Sem ungum manni þótti mér öskrin í Halldóri á Karlsefni nokkuð framandi. En það var að koma bræla og síðan átti að sigla með verðmætan aflann. Atvinnuleysi var ekki til og engum leyfðist að neita vinnu eins og nú er gert.

Sigurður Antonsson, 2.1.2012 kl. 22:02

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Sigurður nú er öldin önnur og því miður sváfum við á verðinum og menn komu ár sinni fyrir borð í öfuga átt við Lýðræðið sem við héldum að allir virtu.

Jú það gekk oft mikið á og skipstjórar blésu eigin stressi út yfir mannskapinn. En síðan róaðist liðið og lagt var af stað í siglinguna og menn slöppuðu af annað hvort um borð eða í góðu frí á fullum launum með fjölskyldunni.

Ólafur Örn Jónsson, 2.1.2012 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband