Rauðhetta og úlfurinn

Einu sinni var lítil stúlka sem bjó á jaðri skógarins. Hún var ósköp væn og góð stúlka og saumaði amma hennar á hana rauða slá og var stúlkan því alltaf kölluð Rauðhetta. Eitt sinn bað mamma Rauðhettu hana að taka matar körfu til ömmu þar sem hún væri veik.

Já mamma mín sagði Rauðhetta og tók körfuna. Mamma Rauðhettu sagði þá að hún yrði að gæta sín á Úlfinum sem væri lævís og útsmoginn og mætti hún ekki fara út af veginum því að þá gæti Úlfurinn platað hana. Þessu lofaði Rauðhetta og lagði síðan af stað.

Lengi vel labbaði Rauðhetta litla létt í bragði en þá birtist allt í einu Úlfurinn. "Góðan daginn" sagði Úlfurinn "hvert ertu að fara Rauðhetta litla"?

"Ég þarf að taka þennan mat til hennar ömmu minnar sem er veik" svaraði Rauðhetta.

"En fallegt af þér" sagði Úlfurinn "en af hverju tínir þú ekki falleg blóm handa henni ömmu þinni ég er viss um að henni líkar það vel".

"Ég lofaði mömmu minni að fara ekki út af veginum" sagði Rauðhetta þá.

"En blómin hér við vegin eru svo falleg að það skemmir ekki að þú tínir í lítinn vönd fyrir kerlinguna" sagði Úlfurinn smeðjulega.

Rauðhetta lét til leiðast og byrjaði að tína fallegu blómin við veginn á meðan Úlfurinn hentist af stað inní skóginn í átt að húsi ömmu gömlu. Þar sem hann ruddist inn og gleypti kerlinguna í einum munnbita. Lagðist síðan í rúm kerlingar og setti á sig svefnhettuna.

Nú þegar Rauðhetta var komin með fallegan vönd handa ömmu sinni rölti hún af stað og leið ekki á löngu að hún koma að húsi ömmu sinnar. Hún bankaði á dyrnar og Úlfurinn svaraði "kom inn".

"Ó ert það þú elsku rauðhetta mín" sagði Úlfurinn "en sætt af þér að koma".

"En" sagði Rauðhetta" af hverju ertu með svona stór eyru amma mín"?

"Svo ég geti betur heyrt hvað þú segir elsku Rauðhetta mín" svarar Úlfurinn.

"En amma af hverju eru með svona stór augu"? spurði Rauðhetta þá.

"Svo ég sjái þig betur elsku Rauðhetta mín" sagði Úlfurinn þá.

"En amma mín af hverju ertu komin með svona stórann munn"? sagði Rauðhetta.

"Til að ég geti étið þig" öskraði Úlfurinn þá og rauk til og gleypti Rauðhettu í einum munnbita.

Nú var Úlfurinn saddur og þreyttur eins og gamlir kallar á jólunum sem búnir eru að borða og mikið og lagðist hann upp í rúm ömmu og stein sofnaði.

Nú vill svo til að veiðimaðurinn á leið hjá húsi ömmu og heyrir þessar hrikalegu hrotur í Úlfinum og fer að athuga hvað gangi á í húsi ömmu. Hann finnur Úlfinn í rúmi ömmu og sér ekki betur en að eitthvað sé að bærast í belg Úlfsins. Tekur hann veiðihníf sinn og ristir á belginn og kemur þá í ljós rauð hetta og stekkur Rauðhetta litla sprelli lifandi úr belg Úlfsins og á eftir kemur amma gamla heldur lúin.

Veiðimaðurinn tekur nú nokkra stóra steina og setur í belg Úlfsins og saumar svo fyrir.

Þegar Úlfurinn vaknar þyrstir hann ógurlega og staulast hann út að brunninum en þegar hann hallar sér til að súpa úr brunninum velta steinarnir til í belg hans og hann steypist á hausinn ofan í brunninn og drepst. Nú er kátt í húsi ömmu eftir þetta ævintýr.

Köttur út í mýri, setti uppá sér stýri úti er ævintýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband