Á ÍSLANDI ER EKKI MÁLFRELSI!

Skýrt er tekið fram í alþjóðamannréttinda lögum að hið opinbera skal vernda þegnana gegn mannréttindabrotum af hendi þriðja aðila. Hér tíðkast að öfgasamtök og öfgamenn hafa farið með ofbeldi gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum og hótað atvinnumissi og viðskiptaþvingunum til að kæfa menn sem vogað hafa sér að fjalla um vissa málaflokka sem betur mættu fara.

Ef raunverulegur vilji er til að gera eitthvað í mannréttindamálum á Íslandi ættu menn að byrja að kryfja mannréttindabrotin sem framin eru á fólki með áframhaldi kvótakerfis í Sjávarútvegi og Landbúnaði og láta síðan rannsaka hvað átti sér stað varðandi þöggunin sem átti sér stað innan sjávarútvegsgeirans. Voru menn reknir úr störfum? Var mönnum hótað? Var hringt í menn sem tjáðu skoðanir sínar og þeim hótað?

Ef ekki verður farið í þetta er hér um enn eitt falsið að ræða frá Alþingi.


mbl.is Mannréttindi undirstaða allrar stefnumótunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll skipstjóri og rithöfundur.

Skemmtilegt að lesa pistlana þína í vikulokin. Okkur var kennt snemma að viðra ekki allar okkar skoðanir opinberlega. Það voru varnaðarorð föður míns. Fjórflokkurinn hefur mörg augu og "stefna" flokksins gengur fyrir. Smáatvinnurekendur áttu alls ekki að hafa skoðanir. Væri út af því brugðið var voðinn vís. Skipstjóri réði til sjós og sjálfstæður atvinnurekandi átti að halda sig að verki. Nú eru breyttir tímar skyldi maður ætla? Nettjáning meðal hinna fáu ofvirku. Líklega erum við enn í sömu sporunum eins og þú segir. Fjöldinn hlustar ekki á skynsemi reynslubolta enda eru þeir illa sjáanlegir. Hagsmunasamtök ráða og hinir ofurstóru mynda stefnu flokkanna. Þar eru fjármunir sem engin á og margir girnast. Dýr merkurinnar eru söm við sig.

Sigurður Antonsson, 3.12.2011 kl. 21:06

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Sigurður þakka þér innlitið gaman að fá þig í heimsókn. Því miður var mér kennt þver öfugt. Með Eykon og vini hans heima ganga á mínu heimili og afi með kosninga skrifstofu X-D á lagernum bak við búðina. Ég drakk með móður mjólkinni að menn ættu að hafa skoðanir og frelsi til að segja sitt átlit hvar og hvenær sem er. Faðir minn og bræður hans voru af sama sauðahúsi. Höfðu sterkar skoðanir og innprenntuðu í okkur kjark og dugnað og kenndu okkur að standa á okkar. Á sjónum átti það sama við. Menn þurftu ekki eins og núna að læðast eins og púkar með skoðanir sínar heldur var allt látið flakka í borðsalnum. 

Mér hefur verið hótað, ég hef verið rekinn og fyrirtækjum sem ég hef unnið fyrir hefur verið  hótað. Ég hef orðið fyrir bolahætti sem kostaði mig og fjölskyldu mína tugi milljóna en ekkert nema kúla í hausinn skal stoppa mig frá að segja sannleikann um það sem átt hefur sér stað bak við tjöldin varðandi kvótakerfið. 

Ólafur Örn Jónsson, 4.12.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband