15.11.2011 | 11:32
HVAÐA SKIPSTJÓRI? HVAÐA SKIP? HVAÐA ÚTGERÐ? Maður spyr er ekki allt í lagi með menn?
Hvernig menn veljast til sjós núna þegar þeir sem ólust upp fyrir kvótakerfið hverfa á braut? Ekki lýst mér á.
Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Ólafur, mín sjómennska var nú stutt og var ég nú svo heppin að starfa undir þinni stjórn á Snorra Sturlusyni, efast um að þú munir eftir því :).
Ekki man ég eftir neinu öðru en hreinum eðal, hemspekilegum vangaveltum og góðu samkvæmi. Hef bara aldrei heyrt annað eins og held að svona lagað hljóti að teljast til hreinna undantekninga.
með góðri kveðju
g
Gunnar Waage, 15.11.2011 kl. 14:26
Já Gunnar gaman að hitta þig. Nei þú fyrirgefur ég kannast við svipinn en ég náði ekki að muna nöfn allra.
Að heyra svonalagað og lesa að yfirmenn grípi ekki inní slær mig illa.
Þegar ég og mínir kollegar útskrifuðumst voru 80 til 90 manna árgangar sem útskrifuðust (10 til 20 % urðu skipstjórar) núna heyrir maður af 15 til 20 manna útskriftum það vekur upp óhug hjá mér. Ég vona samt að þetta sé einsdæmi og verði til þessa að útgerðir sjái til að svona tíðkist ekki.
Ólafur Örn Jónsson, 16.11.2011 kl. 00:35
Nei ekki skrýtið enda liðin ríflega aldarfjórðungur og ég var bara í afleysingum :), en eitt er víst að mér leið vel í vistinni.
Já mér þykir leitt að sjá einstaka menn ganga út frá því að þetta atriði sé eitthvað dæmigert fyrir sjómannastéttina, það er náttúrulega svo fjarri lagi.
Því miður er einhvervegin eins og að ekki sé hægt að komast fyrir að svona hlutir gerist. Nú síðast þetta mál í Landakoti, þvílíkt og annað eins.
Já það er ekki merkilegur skipstjóri sem lætur svona lagað viðgangast og segir mér svo hugur að þessi til tekni maður eigi ekki framtíðina fyrir sér eftir þetta. Ég geri ráð fyrir að nöfnin hafi verið strokuð út til að verja þolanda en vonandi lekur það bara út.
Gunnar Waage, 16.11.2011 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.