ÍSLAND ER ÓNÝTT EFTIR HELFÖR Í KVÓTAKERFI

Fyrir KVÓTAKERFIÐ var hér mikil uppbygging sem þekktist ekki í öðrum löndum og stefndum við í að verða auðugasta þjóð veraldar við hlið Noregs.

Við endurnýjuðum og fjórfölduðum fiskiskipaflotann án ofurskuldsetningar. Við byggðum sjálf Sigöldu og reistum borgarsjúkrahúsið. Við hófum uppbygginu besta velferðakerfis í heimi sem nú er að hrynja og fleira og fleira.

Þá kom spilltasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar sem gekk erinda "sára" fárra þegar hann þvert gegn vilja útgerðar, sjómanna og þjóðar setti með einu pennastrik á hið illræmda KVÓARKERFI.

Með þessu kerfi varð smátt og smátt viðsnúningur í íslensku samfélagi. Arðurinn af sjávarauðlindnni sogaðist inní lokaðar blokkir. Með skipulögðum hætti skuldsetti útgerðin kvótann og tók þar með út úr útgerðinni framtíðar hagnað. Bankarnir voru látnir prenta peninga út fyrir þessum gervipeningum sem þynnti út "bakhjarla" bankanna sem fram að því höfðu eingöngu látið lán út á alvöru veð.

Með þessum stolnu peningum voru keyptir eignarhlutir í fyrirtækjum vítt og breitt um landið í þeim tilgangi að ná völdum í fleiri atvinnugreinum og er nú svo komið að fámenn valdablokk með rætur í útgerðinni er komin með öll völd í SA. Þannig á nú að drottna og dóminera þessa þjóð sem á engan möguleika á meðan arðinum sjavarauðlindnni er haldið frá þjóðinni 

Nú þegar þjóðin verður fyrir því að bankarnir hrundum á hún ekki lengur arðinn af útgerðinni til að hefja hér enduruppbyggingu. Og ef vel er skoðað eru nú sterk öfl í þjóðfélaginu sem ætla ekki að leyfa þessari þjóð að komast aftur á lappirnar og ætlar að halda fólki hér í ánauð sér til hagsbóta.


mbl.is Menntað fólk með vinnu fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Ólafur!

12. til 13.000. manneskjur án atvinnu, 8.000. manneskjur fluttar

af landi brott, þjóðin er eins og þorskur á þurru landi,

getur ekki bjargað sér. Mörghundruðþúsund tonn vantar upp á,

að fiskimiðin skili þjóðinni þeim fiskafla sem eðlilegt er.

Afléttum oki líu, krefjumst frjálsra smábátaveiða, sem leysa

byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2011 kl. 10:35

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér hugrekkið Aðalsteinn að þora að koma við. Nú þarf þessi þjóð að opna augun og sýna hugrekki. Það er ekki seinna en núna sem þarf að afnema þetta HEL KERFI.

Þjóðin verður að skilja að það er ekki sjáfsagður hlutur að við komumst ekki út úr kreppunni. Það er vitlaust gefið og valdaklíkan ætlar að verja sín foréttindi með kjafti og klóm sama þótt fólkið og þjóðfélagið hrynji.

Kominn er sá tími þegar niðurlæging okkar er orðin sú sem hún er að við fólkið verður að byrja að sýna klærnar. Við þurfum ekkert á úrkynjuðu útgerða pakki að halda sem kemur fram við þjóð sína af slíkri lítilsvirðiðngu. Uppbygging hefst ekki fyrr en við erum laus við þetta fólk sem vogar sér að standa í vegi velferðar samfélagsins alls. 

SANNLEIKURINN ER SVERÐ MITT OG HEIÐARLEIKINN MINN SKJÖLDUR

Ólafur Örn Jónsson, 14.10.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband