STOPPUM GRÆÐGINA Hrópar almenningur um öll Bandaríkin

Á sama tíma og Alþingi neitar að fara að vilja þjóðarinnar og afnema KVÓTAKERFIÐ og stoppa þar með GRÆAÐGINA  sem þar felst á bakvið hrópar Bandaríska þjóðin á að STJÓRNMÁLAMENN hætti stuðnigi við græðgis öflin þar í landi og fari að vilja þjóarinnar.

Heyrnalaust Alþingi Íslendinga skilur ekki raddir fólksins og þarfir samfélagsins. Í stað þess að færa þjóðinni aftur arðinn af auðlindinni er allt gert til að framlengja EINOKUN GRÆÐGIS AFLA  sem telja sig æðri þjóðinni og réttkomnari að gæðum landsins. 

Því miður situr Íslenska þjóðin uppi með ónýtt ALÞINGI. 

Ef sú ríkistjórn sem nú situr hefði látið það vera sitt fyrsta verk að afnema verðbætur og kvótakerfið værum við nú komin uppúr kreppunni og sigldum lygnan sjó. En vegna sleikju háttar við Bankana og Útgerðina sogumst við dýpra og dýpra ofaní hringiðu gjaldþrots og niðurlæginar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Verðtryggingar og verðbóta kerfið er galið því það myndast peningar í því sem engin framleiðni eða hagvöxtur er fyrir. Meðan hagvöxtur er lítill eða í mínus stækka verðtryggðir sjóðir.

Hörður Halldórsson, 2.10.2011 kl. 22:16

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Hörður. Alveg sama hvort gengið þróast upp eða niður alltaf þarf að borga verðbætur. Ég hef aldrei geta skilið hvernig við höfum látið þetta yfir okkur ganga.

Það er það sem yfir okkur hefur gengið peningar sem engin framlegð var á bak við. Kvóta-verðláni voru gervipeningar sem kostuðu ekkert. Síðan fóru þessir peingar að hringsóla í þjóðfélaginu og skekktu alla verðlagningu á fyrirtækjum. Einn keypti bílaumboð á 7 milljarða króna. Ekki bíla verksmiðju heldur bíla umboð. 

Ólafur Örn Jónsson, 2.10.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband