Á sama tíma og það er góðæri til sjávar og sveita sekkur Ísland dýpra og dýpra í atvinuleysi og fátækt. Landflótti og gjaldþrot heimila og fyrirtækja fær forystumenn stjórnmálaflokkana ekki til að koma fram með tillögur til breytinga á ónýtum lögum landsins.
Þegar talað var við forystumenn allra stjórnmálaflokkanna í gær eftir þingsetninguna kom í ljós í máli þeirra að þeir skilja ekki að þeir eru ekki að svara kalli fólksins um að uppræta spillinguna frá Davíð-ismanum og fá fólkinu aftur Lýðræðið og réttlætið.
Eina sem viriðst vera uppi á teningnum hjá forystumönnunum er að bjarga Bönkunum og útgerðinni.
Á sama tíma og Bankarnir eru að skila milljarða gróða brenna eignir fjöldans upp?
Á sama tíma og gróði útgerðarinnar hefur aldrei verið meiri í skjóli EINOKUNAR hefur atvinnuleysi aldrei verið meira?
Verðbætur með þeim hætti sem átt hefur sér stað í íslensku bankakerfi er einsdæmi um græðgi og spillingu og á að afnema þegar í stað. Þetta öskrar fólkið en heyrnalausir alþingismenn minnast aldrei á þetta og enginn kemur með tillögu um lög gegn þessu?
Í 27 ár hefur þjóðin lýst andstygð sinni á kvótakerfinu og Mannréttinda dómstóll sameinuðuþjóðana hefur fordæmt kerfið? Af hverju er ekki farið að kröfu fólksins og kerfið afnumið? 70% þjóðarinnar í 27 ár!
ÞAÐ ÞARF AÐ RYÐJA ALÞINGI LANDSINS. ÞAÐ VIRÐIST ENGINN SEM ÞAR SITUR VERA VIRIÐ LAUNA SINNA. EF EINHVER ÞARNA INNI SÉR ÓRÉTTLÆTIÐ ER HANN SÁ HEIGULL AÐ HANN ÞORIR EKKI AÐ FARA GEGN OFBLEDISMÖNNUNUM SEM VIÐHALDA ÞESSU ÁSTANDI.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Flottur ertu Ólafur!
Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2011 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.