AFNEMA BER HIÐ ILLRÆMDA KVÓTAKERFI SEM EYÐILAGT HEFUR ÞETTA ÞJÓÐFÉLAG

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fór gegn vilja þóðarinnar þegar hún notaði kröfu kjósenda sinna og þjóðarinnar til að fastsetja kvótafrumvarpið í stað þess að afnema það. Það eru fordæmi fyrir því hvernig staðið er að breytingum á stjórn fiskveiða. Ríkisstjórnin afnemur það kerfi sem er fyrir og setur nýtt fiskveiðistjórnkerfi. Þetta var gert 1984 þrátt fyrir hávær mótmæli "meirihluta" þjóðarinnar og flestra í sjávarútvegi.

Nú liggur vilji þjóðarinnar fyrir en búið er með ógnunum að fá flesta innan greinarinnar sem tengjast kvótanum og hafa hag af að hafa óbreytt ástand til að mæla gegn ÖLLUM breytingum. Það á ekki að spyrja menn sem halda á EINOKUN í sjávarútvegi  hvort þeir vilji breytingar. ÞÚ SPYRÐ EKKI KÖTTINN EF Á AÐ GELDA KÖTTINN!

Að kalla til "samráðshópinn" var það vitlausasta sem ríkistjórnin gerði og er helst að halda að það hafi verið einhver annar en fólk innan ríkisstjórninnar sem stóð að baki því að þessi leið var valin. Ef tvennt er skoðað í því tilviki þá kemur í ljós að LÍÚ hefur aldrei sest í slíka samráðsnefnd nema fyrir liggi áður en starf er hafið hvað fyrsta setning niðurstöðuskýrslunar segir. Þrívegis hafa LÍÚ  menn komist upp með þetta síðan"TVÍHÖFÐANEFNDIN". "Nefndin leggur til að hér verði um alla framtíð notast við kvótaúthlutnair við fiskveiðistjórnun". 

Þjóðin má ekki láta svívirða rétt sinn með þessum hætti. Núna þegar við þurfum að rétta úr kútnum eftir hrun bankanna sem að mestum hluta er til komið vegna kvóta veða kemur í ljós hve veikt þjóðfélagið er þegar búið er að einangra arðinn af sjávarútvegi frá þjóðinni. kVÓTKERFIÐ byggir á mannréttinda brotum og hefur ofbeldi gagnvart fólki verið beitt til að halda þessu kerfi við líði.

Jóhanna á eitt tromp uppí erminni. Afnema með einu penna striki núverandi KVÓTAKERFI  og setja hér á SÓKNARMARK og allan fisk á markað. Setja má slíkt frumvarp í þjóðaratkvæðagreiðslu og rassskella þar með þau spillingaröfl í þjóðfélaginu og innan Alþingis sem ganga í taumi KVÓTAPÚKANS. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband