SA á að sjá sóma sinn í að snúa við blaðinu í Kvótamálinu og leggjast á sveif með þjóðinni

Sama hvað hver segir um Ríkisstjórnina þá hefur hún náð betri árangri en margar aðrar ríkisstjórnir í álfunni. En satt er það að illa gengur að rétta úr kútnum og enn stefnir samfélagið niður á við og virðist ekki ætla að rétta úr kútnum.

Við horfum á velferðakerfið sem við erum búin að byggja upp og gátum verið stolt af liðast í sundur og rýrna. Af hverju er þetta að ske? 

Við höfum séð kreppur sem jú hafa haft óbein áhrif sem varað hafa í 6 mánuði eða mesta lagi ár þá eru þær að baki og allt komið í eðlilegt horf. Hvað er þá að núna? Markaðir fyrir afurðirnar eru í toppi og góðæri í hafinu sem aldrei fyrr. Hvers vegna erum við í erfiðleikum? Niðurskurður á öllum sviðum velferðakerfisins. Laun lægt í Vestur Evrópu, atvinnuleysi, landflótti, fátækt og sjálfsvíg sem aldrei fyrr.

JÚ NÚNA HEFUR ÞJÓÐIN EKKI AÐGANG AÐ HAFINU OG ARÐINUM AF AUÐLINDINNI. ÞETTA ER EINA SEM HEFUR BREYST FRÁ FYRRI ÁRUM. LÍÚ HELDUR NÚNA EINOKUN Á SJÁVARAUÐLINDINNI OG BÚIÐ ER AÐ EINANGRA ARÐINN SVO FRÁ ÞJÓÐINNI AÐ NÁNAST EKKERT AF GÓÐÆRINU BERST TIL ÞJÓÐARINNAR. OG SVO HÓTAST ÞETTA LIÐ VIÐ RÍKISSTJÓRNINA? SA á að láta af stuðningi við KVÓTAPÚKANN og leggjast á sveif með fólkinu í landinu sem þeirra afkoma byggist á og styðja þjóðina í að ná hér aftur mannréttindum og réttinum til að nýta sjávarauðlindina. 

STAÐREYNDIN ER SÚ að með SÓKNARMARKI mun stór aukast afli og mun afraksturinn dreifast um fleiri hendur og skapa það trukk sem efnahagslífið þarf til að rétta úr kútnum. Einn dag mun sannleikurinn um þá spillingu, sem átt hefur sér stað í kringum innsta kjarna LÍÚ sem haldið hefur verndarhendi yfir kvótakerfinu og fjárdráttinum sem fram fór í skjóli þess, koma uppá yfirborðið. Þá fer betur á að menn í atvinnulífinu séu ekki sekir um að hafa stutt það hyski sem átti hlut í þeim óþverra sem fram fór á árunum eftir 1993.  Látið KVÓTAPÚKANN einann um stríð sitt við allt og alla og sína ógeðslegu viðskiptahætti verið ekki að skíta ykkur út á að ganga ernida illmennis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband