HAG-ÁLFARNIR OG ÞÖGGUNIN. Allt gert til að breiða yfir afglöpin og kvótaveðin

Á sama tíma og Hag-Álfarnir í H.Í. "seljast" ekki á útsölu hefur þjóðfélagið ekki efni á að halda hér lækna og hjúkrunar fólk. Hag-Álfarnir sem unnið hafa fyrir KVÓTAPÚKANN eru greinilega enn í fullri vinnu við að breiða yfir glæpinn sem unninn var í skjóli Davíð-ismans þegar útgerðaraðilar drógu milljarðar ólöglega út úr Ríkisbönkunum.

Að vera að benda á að alþjóða-fjármálakreppan sé orsök ástandisins hér er bara kunnáttuleysi og áróður. Allir sjá að nú þegar illa gengur og að kreppir í heiminum eru það matvæli og orka sem standa í verði og þjóð sem byggir afkomu sína á þessum tveim náttúruauðlindum ætti að rétta fljót úr kútnum. En nei. 

Upphaf Íslandshrunsins hófst með því að kvótaveð voru tekin góð sem gull í bönkunum og notuð sem eigið fé eins vitlaust eins og það er. Með þessum hætti hafa aðilar inna útgerðarinnar dregið sér hundruðir milljarða sem sáralitlar eignir eru á bak við. Útaf þessu hrundu bankarnir og útaf þessu rís landið ekki úr öskustó Davíð-ismans.  Útafþessu hafa fasteignir okkar hrunið í verði og við höfum varla efni á að búa lengur í eigin landi. 

Stoppa þarf áróðursdeild LÍÚ í H.Í. og henda ónýtu Hag-Álfunum sem enginn hefur not fyrir. 


mbl.is Íslandshrunið óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Jónsson

DV er með Illuga Gunnarsson í viðtali og þar mærir Illugi Hádegismóra vandræðalega mikið,jafnframt telur hann að engar grundvallabreytingar eigi að gera á kvótaskrímslinu og telur mikilvægt að veðsetning á kvótanum verði órjúfanlegur partur af kvótakerfinu.hvaðan kemur þetta aumingjans fólk, jú þetta fólk kemur úr menntastofnunum þjóðarinnar,þessi sjálftökustrákur steig hrunadansinn við sína líka og hefur ekki rassgat lært, losum okkur við þetta fólk 1 okt.kl 1030.á Austurvelli það er nógu langur uppsagnafrestur fyrir spjátrunga og puntudúkkur.

Kári Jónsson, 17.9.2011 kl. 14:22

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Kári það er búið að planta þessu inní menntastofnanir og allt gert til að hylja grunn markmiðið sem er að arðræna þjóðina og búa hér til hirð útvaldra. Þetta hyski treystir sér ekki í beina samkeppni heldur skýlir sér á bak við EINOKUN.

Sjálfstæðismenn börðust fyrir afnámi einokunar Mjólkur Samsölunnar til þess að setja síðan "Kvóta á Landbúnaðinn"! 

Já ég held að fólkið verði alvarlega að íhuga að gera hér allsherjar byltingu. Þetta hyski með KVÓTAPÚKANN i broddi fylkingar sem ætlar að einoka öll gæði þessa lands og ánauða almenning lætur sér ekki að kenningu verða.

Best er að sýna þeim sannleikann og draga menn, sem fela sig bak við farsímann en leyfa sér að haf í hótunum við fólk út um allt samfélagið, út úr holum sínum og láta það standa ábyrgð glæpa sinna. 

Eyðileggingin á samfélaginu er svo mikil að það þarf allsherjar uppstokkun frá grunni á öllu þjóðfélaginu.

Ólafur Örn Jónsson, 18.9.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband