ÞJÓÐFÉLAGIÐ ÓNÝTT eftir 27 ára kvótakerfi fjárdrátt og svínari

Á dögum sóknarmarks byggðum við sjálf stórvirkjanir, borgarsjúkrahúsið og gátum boðið færustu læknum þau laun sem þeim bar. Við keyptum yfir 100 nýja og nýlega skutogara og mönnuðum öll skipin íslendingum. Skuldir landsins voru í lágmarki.

Núna, í tíð kvótakerfis, hafa vissir aðilar innan útgerðar farið offari í fjárdrætti sem hvatt var til af "valda mestu" mönnum þjóðfélagsins. Bankastjórum ríkisbankanna var falið það hlutverk að taka gervi peninga sem "eigiðfé" og greiða út lán í samræmi við það. 600 milljarða skuld útgerðar sem á ekki skip fyrir nema 50 milljarða. Ekkert land getur borið slíkan skaða og þetta olli í bankakerfinu og á almennum markaði.

Afleiðingarnar blasa við áður einu ríkasta landi heimsins. Núna gjaldþrota alþýða og ekki hægt að reka sjúkrastofnanir svo vel sé. Getum ekki borgað læknum samkeppnis hæf laun á samatíma og sjálftökulið útgerðar skammtar sér "gott gengi" og hirðir 30% framhjá skiptum. HNEYKSLI!

"Verum viss" peningarnir sem við höfum tapað á fasteignum okkar eru í vösum vissra aðila innan útgerðarinnar. Peningarnir sem vantar í launaumslögin renna ofaní djúpa vasa útgerðamanna. Einokunin tryggir þeim allan arðinn af sjávarauðlindinni og enginn ætlar að gera neitt i því.


mbl.is Landspítalinn í alvarlegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ólafur.. Hvað varð um Símapeningana sem áttu að fara í Hátæknisjúkrahús??

Vilhjálmur Stefánsson, 13.9.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband