KVÓTAKERFIÐ: GLÆPURINN VERÐUR AUGLJÓSARI MEÐ HVERJUM DEGINUM.

Það dylst engum að það sem farið hefur fram í samskiptum banka og vissra útgerðafélaga síðan 1994 má ekki sjá dagsins ljós. Hvernig með skipulögðum hætti var farið eftir kvótum og þeir bundnir í veð. Hvernig Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson studdu við bakið á lítilli klíku innan LÍÚ sem hóf fjárdrátt í nafni kvóta-veða. 

Útgerðamenn bera að þessi skuldasöfnun hafi verið gerð í þeim tilgangi að "hagræða" í útgerðinni en staðreyndin er að þótt allur kvótinn hafi skipt um eigendur hefðu ekki verið notuð nema lítill hluti allra þessara auðæva sem stolið var. 

Staðreyndin er að undirferli og óheiðarleiki var þarna að baki. Það var með skipulögðum hætti verið að binda allan kvótann í veðbönd og hnýta þannig bankana við kvótann svo ef hruflað yrði við kvótanum riðluðust innviðir bankanna. Núna hótar KVÓTAPÚKINN þjóðinni með því að "setja útgerðirnar á hausinn" og þannig hrynji veðin. Látum þetta ske og sjáum þetta lið gera sig gjaldþrota. Enginn þarf að óttast að ekki sé til fólk til að reka útgerð á Íslandi. 

Ekki er nóg með að fjárdráttur hafi verið stundaður heldur tóku útgerðamenn í sínar hendur að stjórna úthlutun aflaheimilda og komu í veg fyrir að þjóðin minnst fimm sinnum gæti notið aukins alfa með því að standa í vegi fyrir aukningu á aflaheimildum. Þetta var gert til að kvótinn sem veð félli ekki í verði. 

Það var Þorsteini Má mikilvægara að veðin stæðu í bönkunum en að þjóðin nyti tvöfalt meiri afla í góðærum. Þetta er hagræðingin sem fram fór í skjóli þessa plotts. Við höfum tapað tugum milljarða á síðustu 20 árum útaf þessum gerningi.

Menn geta spurt Friðrik Arngrímsson að þessu hann hefur þegar viðurkennt opinberlega að þetta hafi átt sér stað. 

Nú er ekki til setunnar boðið lengur. Afnema verður þetta óréttláta KVÓTAKERFI þegar í stað. Eyðileggingin sem átt hefur sér stað verður seint bætt en þjóðin á rétt á því að fá aftur notið arðsins af auðlindinni. Ef bankarnir hafa veitt lán án veða er það þeirra mál að leysa þau mál þjóðin hefur aldrei gefið heimild til veðsetningar á aflaheimildum sem óheiðarlegir stjórnmálamenn færðu útgerðinni á silfurfati.

Afnám kvótakerfisins er partur af frelsis og lýðræðisbaráttu þjóðarinnar það má ekki ske að auðlindin verði GRÆÐGINNI að bráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sá púki sem þú berst við Ólafur,er ekki ódrepandi ef þú heldur það.Það þarf bera að beita réttum meðulum á hann.Baráttan er síður en svo vonlaus.Þetta er óféti.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 06:27

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ÉG hef áður bent á galdrasetrið á Hólmavík.Það hafa allir gott af að koma þangað sem vilja koma púkanum fyrir.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 06:34

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Staðreyndin verður sú að þegar búið verður að draga af honum rauðbláu brækurnar þá mun hann reyna að komast í skjól ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 06:54

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það á að hýða þennan aumingja og síðan að velja næstu grein.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 07:00

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er trjágrein.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 07:01

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ekki orð um það meir.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 07:16

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Sigurgeir. Gaman að fá þig þú ert alltaf svo málefnalegur.

Ólafur Örn Jónsson, 25.8.2011 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband