RANNSAKA BER KVÓTAVEÐIN OG HVAÐ LÁ AÐ BAKI ÞESSUM LÁNTÖKUM.

Nú er rétti tíminn til að hefja allsherjar rannsókn á kvótaveðlánunum frá byrjun og fram á þennan dag.Hvernig stóð á að bankarnir lánuðu eignalitlum útgerðum margföld lán á við eignir. Einhver hlýtur að bera ábyrgð á þessari vitleysu allri saman.

Hver var aðkoma stjórnmálamanna þegar þessi vitleysa upphófst?

Hverjir tóku þessi lán?

Hverjir veittu þessi lán?

Hvað varð um peningana?

Hvernig var margfelldið notað til að búa til eigið fé þar sem engar raun eignir voru fyrir?

Hvert fór þetta fé? (Eru tengsl milli fjárfestinga "kvótagreifa" og afstöðu SA til útgerðarinnar í dag)?

Hvar er þetta fé?  (Þjóðin átti veðin? Hver á þá peningana?)

Nú enn á ný koma útgerðir með hótanir um að setja sig á hausinn ef ekki verði farið að vilja þeirra. Leyfum þeim sem vilja standa við það að hætta útgerð að verða að ósk sinni og hefjum hér alvöru útgerð byggða á sóknarmarki og allan fisk á markað. Færum þannig arðinn af auðlindinni aftur til þjóðarinnar og látum peningana flæða um háræðar samfélagsins öllum til góðs. 


mbl.is Ættu að læra eitthvað af hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

setja allt á markað haha ertu ruglaður? farðu útí búð með lokað fyrir augun og verslaðu þér í matinn og gangi þér vel :) eða að vísu ekki alveg sama dæmi fyrir gamlingja eins og þig, farðu á netið og pantaðu vöru sem þú hefur aldrei séð og veist ekkert um gæði á. Vertu svo sáttur þegar þú færð hana handónýta :)

. (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 19:35

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ok þú er ekki markaðs maður??? Nú vandast málið. Hefur skapað gríðarleg verðmæti og .... uuuuuh ekki markaðsmaður.

 Styður EINOKUN  og þá Davíð og Þorstein Má sem beita EINOKUN til að skara eld að eigin köku ... hver skyldi þessi snillingur vera sem lítur inn til mín með þessum hætti og montar sig af  eigin verðleikum

.........ég held að þú sért bara skíthæll .... fyrirgefðu málfarið ekki vanur að tala svona við mína gesti en... 

Visamlega taktu mig trúanlegan þú ert ekki velkominn nema þú komir með eitthvað af viti ... þú ert ekki einu sinni hálfviti

Ólafur Örn Jónsson, 24.8.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem menn gleyma er að fiskurinn hverfur ekki þó einhverjir sægreifar rúlli yfir. Hann verður áfram veiddur, verkaður og seldur af einhverjum sem eru betur til þess fallnir að reka fyrir tæki en þessir frekjuhundar sem gera allt til að verja "sitt"sem þeir eiga reyndar ekki og hafa aldrei átt.  Þjóðin á fiskinn í sjónum og á að hafa meira um það að segja hvernig honum er úthlutað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 10:11

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Nákvæmlega Ásthildur við eigum gjöful og sterk fiskimið. Þau eiga að vera til fyrir þjóðina og þá sem stunda þessa vinnu sér og sínum til viðurværis og þjóðinni til heilla eins og aðrar þjóðarinnar.

Valdagræðgi og hagsmunapot mega aldrei ná yfirráðum yfir þessari auðlind slíkt brýtur gegn lýðræðinu.

Ólafur Örn Jónsson, 25.8.2011 kl. 12:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona það svo sannarlega.  Allof lengi hafa stjórnvöld heykst á að leiðrétta dóm frá Haag um ólögmæti fiskveiðistjórnuarkerfisins.  Svo leyfa sægreifarnir sér að tala um að leiðrétting á kerfinu sé brot á lögum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband