24.8.2011 | 15:47
SAMTÖK SAUÐFJÁRBÆNDA .... HVAÐ?
Hvað er að ske í þessu Guðs volaða landi? KVÓTAPÚKINN komst upp með að gera H.Í. að handbendi sínu og nú koma bændur og ætla að fá sömu þjónustu og LÍÚ klíkan í kringum Þorstein Má.
Það verður að setja í skýrt fram í lögum þessa lands að tjáningar frelsi er í landinu og allir sem fara gegn því á einhvern hátt eru að brjóta lög um mannréttindi. Það er skýrt í Mannréttindalögum S.Þ. að Ríkið á að verja einstaklingana gegn þeim sem brjóta lög um mannréttindi.
Það er ekki líðandi að hér skuli marg brotin réttur á fólki án þess að neitt sé gert í því að sussa á svona hyski.
Þórólfur: Dæmir sig sjálft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skoðaðu hitt bloggið hérna við fréttina: http://halldojo.blog.is/blog/halldojo/entry/1186593/
Ég set spurningarmerki við þetta sem Þórólfur segir: "Ég hef leitast við að setja gagnrýni mína fram málefnalegan hátt."
En ég er svo sem ungur og óreindur og veit ekki hvernig prófersonar skilgreina málefnalega umræðu.
Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 16:25
Ólafur Örn, þú segist vera maður sem berst fyrir réttlæti og mannvirðingu í titlinum um þig. Það eru bændasamtökin einmitt að gera, þau hafa hrakið hverja einustu tölu, rök og lygar þessa manns til baka með skrifum í blöðunum. En hann heldur bara áfram og áfram. Til dæmis segir hann "útflutning sauðfjárbænda á lambakjöti, á sama tíma og kjöt skortir á markaði", HAAA? Það er enginn kjötskortur á landinu nema í hausnum á honum. Sauðfjárbændur hafa ekki flutt út eina einustu rollu né nokkuð annað, það voru sláturleifishafar sem fluttu út kjötið en borguðu bændum ekki eina einustu krónu af gróðanum. RÉTTLÆTI OG MANNVIRÐINGU ekki satt?? Eins og þú skrifar sjálfur "Það er ekki líðandi að hér skuli marg brotin réttur á fólki án þess að neitt sé gert í því að sussa á svona hyski." Hann er greinilega að vernda milliliðina sem að tröllríða hér öllu og græða á tá og fingri á svita vinnandi manna. Þannig að hver er nú hyskið?? SUSS
Keli (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 17:28
Þakka þér innlitið Keli. Bændasamtökin hafa því miður látið draga sig út í kvótastýringu og skammtanakerfi á framleiðslunni. Gefið framleiðsluna frjálsa og fækkið milliliðum það er tímaskekkja að vera ekki í takt við þjóðina og markaðinn. Það er ekkert nema gott um sölu á afurðum erlendis að segja en þá má ekki einoka markaðinn hérna. Það er ekki bæði sleppt og haldið í þessu.
Hagsmunasamtök eiga ekkert með að vera að setja HÍ leikreglur út af sjónarmiðum einstaklinga sem koma fram undir sínu nafni. Þótt LÍÚ klíkan hafi komist upp með að nota Háskólann sem áróðursmaskínu er það ólíðandi að slíkt haldi áfram. Það er fyrir neðan virðingu HÍ að láta nota sig í hagsmunatogi í þjóðfélaginu.
Ólafur Örn Jónsson, 24.8.2011 kl. 18:47
Ég veit ekki Jón. Ég er að reyna að vekja athygli á að sérhagsmunasamtök séu að ætlast til að þau geti notað HÍ sem áróðusmaskínu fyrir sig og sín sjónarmið eins og LÍÚ hefur gert um áraraðir.
Þórólfur hefur rétt á sínum skoðunum eins og ég og þú ekki satt?
Ólafur Örn Jónsson, 24.8.2011 kl. 18:50
Ólafur er það að hafa skoðun að ljúga???
Er hann ekki fræðimaður og á að fara eftir staðreindum og segja satt ????
hvað með ummæli hans ef við borgum ekki BRETUM,
maðurinn á heima á haugunum ekki í HÍ
Sigurður Helgason, 25.8.2011 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.