24.6.2011 | 01:46
SAMDRÁTTUR Í BOTNFISKVEIÐINNI Í EINHVERRI MESTU FISKGENGD SEM UM GETUR Í 30 ÁR!! Er ekki eitthvað að?
Hver er arðsemi fiskveiðistjórnarinnar. Hvar er árangur KVÓTAKERFISINS? Mesta fiskgengd síðustu 30 ára og samdráttur í veiðinni. Hagsmunagæslan í formi kvótaverðs kom í veg fyrir að Aflamarkið var aukið.
Er ekki komið nóg af þessari vitleysu? Þetta er í 5 sinn síðan 1990 sem stórir árgangar synda hjá án þess að sjómönnum sé heimilt að veiða fiskinn allt útaf stjórn LÍÚ á kvótaverðinu. Það þarf að afnema þetta KVÓTAKERFI og taka upp kerfi sem þaggar niður óðagræðgi útgerðar. SÓKNARMARK er það kerfi sem gerir öllum jafn hátt undir höfði og færir arðinn af auðlindinni aftur í hendur fólksins.
HAG-ÁLFAR Kvótapúkans skilja ekki hagfræði fólksins og nauðsyn þess að arður af auðlindunum flæði um háræðar samfélagsins.
37,4 milljarða aflaverðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.