HANDFÆRAVEIÐAR FRJÁLSAR ER MANNRÉTTIDAMÁL SEM ENGINN MÁ STANDA GEGN

Það er algert forgangs atriði að gefa aftur frjálsar handfæraveiðar. Þar sem minni bátar og einn maður 4 handfæra rúllur hafi frjálsan aðgang að miðunum innan vissra sóknar takmarkana yfir vetrar mánuðina.

Það er engin ástæða til að takmarka þessar veiðar. Ef ekki er til fiskur fyrir trillur þá er hægt að hætta alfarið útgerð við landið. 

Afnám frjálsra handfæra veiða var eingöngu partur af verðsetningu á kvóta og máttu ekki vera neinar frjálsar veiðar fyrir utan kvótakerfið sem truflaði verðsetningu á kvótunum þegar veðsetning aflaheimilda hófst. Framboðið á fiski varð að vera undir stjórn til að skapa eftirspurn. 

Tvíhöfðanefndin 1993 gerði þennan gjörning og var þetta partur af plotti sem síðan endaði með óða skuldsetningu útgerðanna. Þessi aðgerð sem er alfarið sök útgerðarinnar er búin að kosta þjóðina fleiri milljarða á hverju einasta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég hefði nú haldið að þú Ólafur ættir að gera þér manna best grein fyrir því að ekki er hægt að byggja sjávarútveg á trillum með handfæri sem eingöngu er hægt að stunda þegar blíðviðri er yfir sumartímann.Það er og verður aldrei annað en hálfgert hobby til sjós.Sjávarútvegur íslendinga byrjaði á skektum með landnáminu og þú hlýtur að vera genginn í barndóm ef þú heldur að eitthvað sé hægt að byggja á slíku.Maður gæti haldið að þú vildir að stofnuð yrði ný Bæjarútgerð Reykjavíkur sem eingöngu hefði trillur með handfærum sem veittu þorsk og eitthvað af ufsa. Hvað varð um togarajaxslinn.

Sigurgeir Jónsson, 30.5.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sigurgeir hefur fiskað 2 tonn á dag, suma daga í vetur, á handfærin.

Aðalsteinn Agnarsson, 31.5.2011 kl. 00:04

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Eg vill frjálsar handfæraveiðar af því að það hefur ekkert með verdun fiskstofna að gera að hefta handfæraveiðar. Ef ekki er hægt að hafa frjálsar handfæraveiðar þá þarf ekki að stunda sjó við Ísland.

Bæjarútgerðir voru börn síns tíma þegar ekki var til fjármagn í einkageiranum til að kaupa skip og gera út. Þetta var gert af myndarskap í Reykjavík og á Akureyri og held ég að tapið hafi nú að einhverju leiti skilað sér í umsvifum og gjöldum til Borgarsjóðs og til Ríkisins.

Hann er heppinn Aðalsteinn að eiga kvóta en afhverju fer það í taugarnar á honum að þurfa að keppa um veiðarnar við aðra. Aldrei leiddist mér að fiska við sama borð og aðrir það gaf lífinu lit.

Ólafur Örn Jónsson, 31.5.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband