Það er ekki hægt að ætlast til að þjóðin horfi upp á þennan skrípaleik í kringum LÍÚ og Kvótakerfið. Óða skuldir hlaðast upp vegna fjárdráttar í nafni kvóta-veða og útgerðin ætlar sér eignaréttinn í skjóli atvinnu-réttar.
Nú þarf að taka af skarið og þjóðin að fá málið í sínar hendur. Sóknarmarks-lögin liggja klár og síðan getur Ríkisstjórnin komið þessu skrípa-samninga-potta frumvarpi samhliða og þjóðin kýs um þá stefnu sem farin verður í framtíðinni við stjórnun fiskveiða. Kvótakerfi vs Sóknarmark.
Ekki má lengur líðast að við séum að tapa milljörðum á að ekki sé veiddur fiskur við þröskuldinn og stórfellt brottkast stundað bara til að þóknast nokkrum gróðapungum sem búnir eru að ganga gjörsamlega fram af þjóðinni.
Nýtt og betra Ísland verður ekki byggt á rotnum spillingar stultum KVÓTAKERFISINS.
Kvótafrumvörp ekki afgreidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.