Til að brjóta niður Lýðræðið varð að brjóta niður málfrelsið eins og LÍÚ klíkan stundaði

Enn er verið að tína þá út af leiksvinðinu einræðisherrana. Mennina sem náðu völdum í þjóðfélögum en kunnu sér ekki hóf í valdagræðginni. Fólkið mótmælti en öll andspyrna var þögguð niður. Mubarak varð upp vís að því að meina menntamönnum, sem kröfðust mannréttinda til handa fólkinu, vinnu hvar sem þeir börðu dyra. Hjá Franco sem með hervaldi og í skjóli einangrunar þess tíma nægði það ekki að svipta menn vinnunni heldur hurfu þeir sem ekki létu hann vaða yfir sig.

Innsta klíka LÍÚ hóf aðför gegn fólki sem leyfði sér að hafa skoðanir á KVÓTAKERFINU árið 1995 þegar veð-sukkið byrjaði. Einstaka útgerðamenn misstu sig gjörsamlega í þessu og eru enn að. Farið er á eftir mönnum. Of byrjað með símhringingum og síðan er farið í vinnuveitendur og á endanum er öllu til tjaldað til að koma mönnum undir.

Því miður virðast fleiri útgerðar aðilar vera að leggja blessun sína yfir svona hegðun og virðast þeir nú flestir láta draga sig á asnaeyrunum í þessari hel göngu geng þjóðinni. 

Þeim hefur því miður tekist ætlunarverk sitt að halda Kvótakerfinu við líði gegn vilja þjóðarinnar og þess vegna hafa menn ekki horfið? En hver veit hvers hann er megnugur? 

Við eigum enn langt í land að koma hér aftur á Lýðræði og trúið mér hann er enn að og Davíð er ekki víðs fjarri. Þessu fólki er ekkert heilagt.


mbl.is Birta kort yfir fjöldagrafir Francos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það tók Sjálfstæðisflokkinn rúm 17 ár að koma þjóðinni fram af hengifluginu, mun skemur frá einkavæðingu bankanna sem voru verstu og mestu mistök Davíðs og hans fylgifiska.

Ætli það taki ekki áratug að rétta „þjóðarskútuna“, þurausa hana og bæta í götin? Annars hefur þessari ríkisstjórn tekist betur en ætla mætti ef Framsóknarflokkur eða Sjálfstæðisflokkur, annar hvað þ.á báða í ríkisstjórn. Þá hefði ekki mátt taka á þessu eða hinu, hvorki ákæra Baldur né Geir, né rannsaka þá aðila sem vorun iðnastir að greiða í kosningasjóðina. Eva Joli hefði aldrei verið fengin til ráðgjafastarfs en öll rannsókn í sköturíki. Ætli við sætum ekki í súpunni í 2-3 áratugi?

Nú reynir mikið á ríkisstjórnina hvort unnt verði að taka fyrir kvótabraskið og allt svínaríið  kringum það.

Góðar stundir

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2011 kl. 18:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aths.: þar sem eru spurningamerki átti að vera gæsalappir.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2011 kl. 18:58

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já þakka þér Guðjón. Því miður eru menn enn ekki klárir á að eitthvað hafi farið úrskeiðis og að hér þurfi breytingar. Eins og menn skilji ekki að fleiri manns hafa misst ævisparnaðinn. Nú horfum við á útgerðina halda uppteknum hætti dragandi sér fé út úr bönkunum notandi kvóta veðin og enginn segir orð.

Ef sjávarútvegurinn er ekki tekinn til baka og þjóðin fer aftur að nýtast eðliegu arður af greininni er ég hræddur um að slagsíða verði á skútunni um mörg ókomin ár. 

Ólafur Örn Jónsson, 7.5.2011 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband