19.2.2011 | 10:08
Er málfrelsi varið með lögum???
Um áramót hélt maður að Jóhanna ætlaði loksins að fara að vilja fólksins og stjórna landinu. Viðbrögðin við yfirlýsingum hennar um afnám kvótans og reka enda á sjálftekin völd "sægreifanna" voru slík að maður skildi ætla að hún findi meðbyr frá fólkinu. En hvað nú? Byrjað að tala um "samningarleiðina". Samningaleið er engin lausn á stjórnun fiskveiða. Samningaleið er áframhald á spillingu og mannréttindabrotum.
Hvers vegna er fólk svona skyni skroppið? Skilja alþingismenn ekki skilaboð frá þjóðinni og alþjóða mannréttinda dómstólnum? Það á að afnema kvótann. Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að skipa sér á bekk með Davíð Oddsyni sem tók að sér að framfylgja vilja framsóknar-mafíunnar og framlengja þá tímabundið kvótakerfi sem reynst hafði mjög illa og gera meira en það lögleiða framsal á kvótanum.
Skilur fólk ekki hvað hefur átt sér stað síðan 1993? Þegar innsti kjarni LÍÚ með Kristján Ragnarson og Þorstein Má Baldvinsson í broddi fylkingar hóf skipulagt ofbeldi gegn fólki sem leyfði sér að segja frá ósómanum sem átti sér stað í kringum framkvæmd kvótakerfisins. Hér voru brotin mannréttindi á fólki og ekki hikað við að gera menn gjaldþrota og útiloka þá frá atvinnu.
þykjast alþingismenn ekki vita að haldið hefur verið aftur af kvóta aukningu til að halda uppi verði á kvótanum í þeim tilgangi að veðin haldist í verði. Sennilega er þjóðin búin að tapa 20 til 30 milljörðum á þessu plotti LÍÚ manna. Króka veiðar voru settar í kvóta í sama tilgangi. Það þýðir ekki lengur að stinga hausnum í sandinn hér voru framdir glæpir gegn þjóðinni.
Nú leyfir Forsætisráðherra og samflokksmenn hennar að lýsa því yfir að þau séu til í að setjast að samningaborði með þessum glæpamönnum. Hvað um okkur sem höfum verið útlokaðir frá fiskveiðum í allt að 18 ár vegna þess við reyndum að vara við því sem reið síðan yfir þjóðina? Á nú að svívirða okkur með að gera eitthvað samkomulag við þetta hyski? Búum við ekki í lýðræðiríki þar sem málfrelsi er varið með lögum? Eiga ofbeldis menn að komast upp með að svívirða þjóðfélagið með því fara með ofbeldi gegn þegnunum og í stað þess að hljóta refsingu ætlar þessi ríkistjórn að verðlauna þá með að ganga í lið með þeim gegn þjóarvilja og lögleiða kvótann áfram?
Hæstiréttur kemst upp með að svívirða vilja þjóðarinnar, ríkistjórnin sleikir sig upp við ofbeldismenn og alþingi hundsar vilja mikils meirihluta þjóðarinnar síðustu 27 ár? HVAÐ ER AÐ ÞESSARI ÞJÓÐ Á EKKI AÐ LOSNA UNDAN VERSTA TÍMA ÍSLANDSÖGUNNAR DAVÍÐ-ISMANUM? HVAÐ ÞARF AÐ KOMA TIL?
Athugasemdir
Á Alþingi situr bara einn maður sem hefur einhvern raunverulegan skilning á annmörkum kvótakerfisins og það er Ásbjörn Óttarsson. En líka hann þorir ekki að lýsa yfir vantrausti á þá ráðgjöf sem Hafró hefur veitt. Völd Hafró eru hið raunverulega mein. Stjórnmálamenn munu alltaf skýla sér á bakvið sérfræðinga í öllu sem þeir hafa ekki beina hagsmuni af sjálfir. Ásbjörn er búinn að tryggja sína hagsmuni í þessu kerfi. Þess vegna vill hann ekki rugga bátnum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2011 kl. 10:35
Það sem er svo óþolandi í öllu þessu kjaftæði um samningaleiðina er að hún komi til með að leysa þann ágreining sem uppi er um stjórn fiskveiða. Því fer víðs fjarri. Þá snýst samningaleiðin eingöngu um eignarhaldið, framsalið og þann hluta kerfisins eins og venjulega og ekkert annað.
Það er ekki orði eitt á nýtingarkerfið hvað þá Hafró sem vaðið hefur í hafvillu og svima í 30 ár. Það er ekkert spurt að því með hvaða hætti við eigum að stjórna sókninni, samsetningu flotans, í hvaða hluta stofnanna við eigum að sækja, með hvaða veiðarfærum eða með tilliti til byggðanna og kultúrinn í sjávarbyggðunum allt í kringum landið - og hvernig lífi fólk vill lifa í þessu landi.
Þá skulu stjórnvöld fara að átta sig á því hvort hún telur vænlegta að eiða afrakstri auðlindarinnar í olíu á flotann eða launakostnað. En á einu tonni af þorski á grunnslóð getur munað fjórfalt á þessum liðum eftir því hvaða veiðarfæri eru notuð... halló hringir engum bjöllum.
Að sjálfsögðu þurfum við á öllum flotanum að halda. En vistvænni og staðbundnari aðferðir eigum við að nota þar sem því veriður við komið.
Almenningur er heldur ekkert að kveikja á því eins og þú segir Óli, af hverju LÍÚ berst ekki með kjafti og klóm fyrir því að aflaheimildirnar séu auknar. Þeir lýsa óánægju sinni einu sinni á ári - sem er aðeins hluti af leikritinu.
Það sem baráttan hjá þeim stendur m.a. um; er að þeir vilja með öllum tiltækum ráðum stýra framboði og eftirspurn inn á fiskvinnslurnar og sölufyrirtækin sem þeir eiga og reka erlendis.... Hvernig verðlagningu er svo háttað þarna á milli og hvar þeir taka framleiðnina ætti að sjálfsögðu einnig að rannsaka.
Atli Hermannsson., 19.2.2011 kl. 12:10
Já Atli það er bara ekki við Hafró að sakast LÍÚ hefur öll ráð þessarar stofnunnar í hendi sér og hefur haft um langt ára bil. Í einu uppsveiflu árinu sat ég á tali við Framkvæmda stjóra útgerðar sem ég vann hjá og spurði hann afhvelju ekki væri lagst á um að auka kvóta í þorsk þar sem við skipstjórarnir vorum í vandræðum vegna þorsk um allan sjó? Nei nei sagði maðurinn "það má ekki Óli þeir eru ennþá að deyja" og átti þar við minni kvóta eigendur. Í kjölfarið á þessu jókst svo lána úttekt út a kvótann og eftir það snerist þetta eingöngu um að halda upp verði á veðunum.
Eins og kom síðan fram í máli Sigmunds Ernis þá snýst fiskveiðistjórnun ekki um að rækta miðin og auka tekjur af sjávarútvegi heldur að skiptingu aflaheimilda og gjaldtöku. Þetta fólk er ekki í sambandi við veruleikann í landinu.
Ólafur Örn Jónsson, 19.2.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.