1.2.2011 | 00:57
Hreinn aulaháttur
Sjá menn hve aulahátturinn er mikill hjá Þorsteini Má og já-bræðrum hans innan LÍÚ. Eftir hallærisganginn þegar þeim varð á að hóta að sigla flotanum í land ætla þeir nú að beita skipstjórunum fyrir sig. "Samstaða sjómanna og útgerðar" hvílíkur tvískinnungur og hræsni. Enn situr litli skíthællinn á Akureyri og heldur að hann geti farið með yfirgangi gegn Íslensku þjóðfélagi eins og hann er búinn að öskra í kaf alla sem mótmæltu honum á LÍÚ fundum. Frekjan í þessum manni er er komin út fyrir allan þjófabálk og væri best að forsætisráðherra og ríkisstjórnin feli hetju sinni Jón Bjarnasyni að hafa samband við manninn og segja honum hve stutt sé í að hann verði sviptur öllum veiðileyfum hér við land ef hann og félagar hans fara ekki að haga sér eins og menn og byrja að sýna þjóðinni, sem hefur greinilega ofalið þá, tilhlýðilega virðingu.
Ég er ekki vinstri-maður en ég styð ríkjandi ríkisstjórn sem er réttilega kjörin. Það er ekkert sem getur réttlætt það sem á sér stað í þjóðfélaginu að undirlagi útgerðamanna. Að leyfa sér að reyna að setja þjóðina í uppnám til að fullnægja græðginni sem þetta fólk getur ekki hamið og hrokinn að halda því fram að hér fari allt í kalda kol ef þetta fólk stjórnar ekki veiðunum og vinnslunni. Fásinnan í þessu er slík að engu tali tekur. Er þetta fólk ekki búið að skuldsetja fyrirtækin þannig að sama hvað gert verður með ríkjandi kjarasamningum verða þessi fyrirtæki gjaldþrota. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi mun standa sig vel við hvaða aðstæður sem ríkisstjórnin leggur til og í stað þeirra sem ekki kunna eða geta koma nýir aðilar sem kunna og geta.
Þjóðin þarf ekki að óttast að hér verði einhver Ragnarök ef skipt er um kerfi við stjórn fiskveiða. Það þarf ekki einu sinni að kalla flotann inn eina sem skeður er að flæði fjármagns mun aukast um þjóðfélagið og atvinna mun aukast. Innan fárra mánaða mun hagvöxtur aukast og Nýtt Ísland án gróða punga mun sjá dagsins ljós. PS mætti setja það í lög að banna gróða punga?
Athugasemdir
Ólafur Örn Jónsson.
Eftir að hafa lesið þessa þvælu. Fullyrði ég eitt.: Þú ert algjör ruggludallur!!
Snorri Hansson, 1.2.2011 kl. 01:35
Sannleikanum er hver sárastur nafni. Hvað er þvælu ertu að tala um? Þú veist að það er aðeins þrennt sem fær menn til að mæla með kvótakerfinu? Hótanir, Græðgi og Heimska. Þetta er staðreynd ertu ekki sammála Nafni???
Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2011 kl. 21:59
Þakka þér uppbyggilega og röksamlega athugasemd Snorri þú ert greinilega vel að þér í því sem fjallar um. Ég hef bara sannleikann.
Ólafur Örn Jónsson, 2.2.2011 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.