Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
21.11.2014 | 09:44
Óli Ufsi á youtube að ylja "vinum sínum" Framsóknarplebbunum fyrir Norðan.
www.youtube.com/watch?v=v-tsrM3ukLw
19.11.2014 | 15:42
Fyrsta grein um stjórn fiskveiða. Þetta þurfum við öll að kunna utanað.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum "myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.11.2014 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2014 | 10:20
Stjórn fiskveiða kemur bönkunum ekkert við. Aldrei hefur verið skortur á lánsfé til þeirra sme kunna að gera út.
"SÁTTALEIÐIN" vinnuheiti nýja kvótafrumvarps LÍÚ er eitt mesta öfugmæli sem sést hefur. Við hverja er þessi sátt um að GEFA útgerðinni nýtingarréttinn á auðlindinni í 23 ár?
Þjóðiðn hefur talað í þessu máli. Það sést best í 1 grein laga um stjórn fiskveiða.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum "myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".
Látum ekki GRÆÐGI örfárra útgerðarmanna eyðileggja afkomu fólks á landinu til allrar framtíðar. Við erum á móti kvótanum og höfum reynt að afnema hann síðan hann var settur á en spilltir stjórnmálamenn hafa komið í veg fyrir að þjóðin hafi náð fram rétti sínum í þessu stóra hagsmunamáli. Núna verður þjóðin að standa saman öll sem einn til að hnekkja þessum glæp.
![]() |
Kvótafrumvarpið kynnt fyrir stjórnarþingmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú þegar drögin af lögum um stjórn fiskveiða birtast sjáum við að Nýja Kvótafrumvarpi er ekkert annað en framsal á "nýtingu" fiskimiðanna til örfárra útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra.
Kvótahirðarinnar sem að frá hruni hefur setið á afrakstrinum af 50% gengisfellingu á meðan almenningur og þjóðin öll hefur þurft að burðast með afleiðingarnar. Hækkun lána, lækkun launa og hækkun verðlags.
Þetta má ALDREI VERÐA það verðum við að skilja. Þetta er það sem Nýja Stjórnarskráin hefði komið í veg fyrir.
Bullið og skollaleikurinn í kringum FORSENDUBRESTINN var bara sjónarspil Ugluspegils FORSENDUBRESTURINN er gengisfellingin sem ekkert hefur fengist bætt.
Lífeyrissjóðir og laun fást ekki leiðrétt fyrr en búið er að rétta gengið af.
En þetta er ekki nóg til að metta GRÆÐGI útgerðarmanna heldur skal EIGNA sér auðlindina alla og EINOKA AFRAKSTURINN svo hér verðir enginn möguleiki að byggja upp það þjóðfélag sem var fyrir kvótakerfið.
Við höfum staðið í þorskastríðum og haft betur enda við Gentlemenn að eiga. En núna eru við ekki að fara í stríð við Gentlemenn heldur rudda og yfirgangsmenn sem veigra sér ekki að beita fólk ofbeldi og heilu byggðarlögunum þvingunum. Hér eru útgerðarmennirnir fyrir Norðan í fyrirsvari. Menn sem við höfum séð að nærast á GRÆÐGINNI og láta ekkert standa í vegi eigingirndar sinnar.
Á ÁVÖXTUNINNI SKULUM VIÐ ÞEKKJA ÞÁ.
19.11.2014 | 05:10
Lög um stjórn fiskveiða. 1 grein.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum "myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".
53 ár eru óafturkallanlegt forræði.
23 ár eru óafturkallanlegt forræði.
5 ár eru óafturkallanlegt forræði.
Þjóðin valdi að eitt ár væri forræði sem hentaði útgerðunum hverju sinni. Þær útgerðir sem ekki geta sætt sig við slíkt 1 árs forræði ættu að skila umboðinu og færa það þjóðinni sem hefur nóg af vinnufúsum höndum til að taka til hendi í sjávarútvegi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2014 | 00:24
Án fiskveiðanna verðum við öreigar í eigin landi. EINOKUN til 23 ára gengur ekki.
Síðan kvótinn var settur á hefur smám saman fjarað undan velferð í landinu og ekki bætti úr skák þegar krónan hrundi undan óða lántöku úterðarinnar.
Að krefjast framsals á kvótanum til 23 ára er ekki bara frekja og græðgi heldur fer þetta gegn fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna
Nú þegar ríkisstjórn líú segist vera að rétta við "forsendubrestinn" sem hrunið olli leiðir það hugann að því að forsendubresturinn var fall krónunnar. 50% gengisfelling sem rann beint til útgerðarinnar en skildi almenning eftir með afleiðingarnar óbættar með öllu er enn við líði og hér er enginn forsendubrestur bættur fyrr en búið er að rétta hlut almennings og alls þjóðfélagsins í þeim skiptum sem mynduðust við þessa miklu gengisfellingu.
Á meðan við lifum við krónuna "verður að vera" jafnvægi milli útflutnings greina og þjóðfélagins. Þetta var fram að hruni virt en einhverra hluta vegna var þessi þjóðarsátt brotin við hrunið og er spurning hvernig það gat gerst?
Ég segi að glæpur hafi verið framinn og eins og oftast þekkjast þjófarnir á þýfinu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2014 | 11:23
Hvað skyldi Reynir kallinn hafa gert af sér til að verðskulda þessa athygli Framsóknar?
Framkvæmdastjóri sem á rétt á bifreið fer varlega með fé borgarinnar þegar hann kaupir notaðan bíl af bestu gerð sem ekki mun kalla á mikið viðhald en nýtast mun framkvæmdastjóranum við að komast um borgina ef á þarf að halda yfir vetrartímann.
Á hvaða mið er þessi kerling að róa núna?
Þetta lýsir Framsóknarhyskinu best. Afkomu ofbeldi þegar þeim hugnast það. Reynir er greinilega ekki Framsóknarmaður og sennilega einhvern tíma sagt eitthvað óvarlegt og "satt" um Framsókn.
Vona bara að fólk sjái að þessi stjórnarmaður reyndi að gæta hógværðar þegar hann keypti góðan bíl á góðu verði. 10 milljónir íslenskra króna eru nú ekki mikið verð fyrir góðan svo gott sem nýjan bíl.
![]() |
Vill láta reka framkvæmdastjóra Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2014 | 11:23
Hvernig varð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkur?
Fyrir utan einstaka skattalagafrumvarp hafa forystumenn Sjálfstæðismanna algerlega hundsað stefnumál okkar Sjálfsæðismanna. Hvernig stendur á því?
Formaður flokksins 1995 fékk skýrt umboð kjósenda 45% þjóðarinnar til að MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN! Afnema með öllu kvótakerfið, EINOKUN í landbúnaði, spillingu og hagsmunagæslu.
Hvað varð um þetta kosningaloforð? Gerði formaður Sjálfstæðisflokksins samkomulag við forsvarsmenn útgerðarinnar, kastaði öllum gildum okkar Sjálfstæðismanna og gerðist Guðfaðir mestu eyðileggingar sem yfir íslensku þjóðina hefur dunið.
Sjálfstæðismenn styðja ekki kvótastýringu.
Sjálfstæðismenn styðja ekki EINOKUN í atvinnulífinu.
Sjálfstæðismenn styðja ekki fjármálaspillingu.
Sjálfstæðismenn styðja ekki eyðileggingu heilbrigðiskerfisins eða leggjast gegn jafnræði allra til heilsugæslu.
Sjálfstæðismenn styðja ekki eyðileggingu menntakerfisins eða leggja klafa á nemendur sem leggja sig eftir endurmenntun.
Staðreyndin er að við eigum í dag engan Sjálfstæðisflokk. Ísland er orðið eitt stórt FRAMSÓKNARBÆLI í boði kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur í Guðanna bænum vaknið!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2014 | 09:10
Á kvótanum skulum við þekkja þá! "Svikarana" í þjóðélaginu.
Nú skiftir ekki máli vinstri eða hægri í stjórnmálum heldur heiðarleikinn.
Gott ráð fyrir kjósendur er að hafa í huga í leit sinni að heiðarlegu fólki til að vinna fyrir okkur á þingi er að fá álit þeirra og skoðun á kvótakerfinu og stjórn fiskveiða.
Hver sá sem nefnir eða tekur í mál að styðja við áframhald KVÓTAKERFISINS í einhverri mynd ætlar ekki að ganga erinda þinna og almennings í landinu þegar hann og ef hann kemst á þing. Eingöngu þeir sem lýsa sig gersamlega andsnúna kvótanum í hvaða mynd sem er eru heiðarlegir í því að ætla að ganga erinda þinna og almennings í landinu á þingi.
Frá byrjun hefur kvótakerfið verið við lýði útaf óheiðarlegu fólki sem ekki bar hag þjóðarinnar fyrir brjósti heldur fámennrar klíku fólks sem ekki sætti sig við að sitja við sama borð og aðrir í samkeppninni um fiskinn. Aldrei hefur staðið til að kvótakerfið yrði hagkvæmt fyrir fjöldann, fyrir byggðarlögin, sjómennina eða fiskvinnslu fólkið heldur bara fyrir þá sem földu sig á bak við veggi EINOKUNAR og hafa róið að því í 30 ár að herða tökin á sjávarútvegi og þrengja eignarhaldið.
Þegar talsmenn kvótans þylja uppúr þrætubók LÍÚ (sfs) arðsemina af kvótakerfinu skulum við gera okkur grein fyrir að verið er að tala um arðsemi fyrirtækja sem eru varin fyrir allri samkeppi bak við veggi EINOKUNAR. Við vitum að EINOKUN er aðeins góð þeim sem á heldur allir hinir tapa og á það við um kvótann. Þjóðin tapar og tapar svo mikið að nú eru innviðir samfélagins sem byggðir voru fyrir kvótann að hrynja.
Það er líka ómerkilegheit og óheiðarleiki þegar stjórnmálamenn sem vita ekkert út á hvað fiskveiðar eða stjórn fiskveiða ganga fela fávisku sína á bak við KVÓTA hugtakið (mengið) sem þeir skilja og reyna að telja fólki trú um að hægt sé að nota kvótann til að fá beina skatta út á kvótann en ekki úr öðrum og betri kerfum. Þetta eru falsspámenn og víst er hægt að byggja upp auðlindasjóð bæri okkur gæfa til að taka hérna upp sóknarmark með allan fisk á markað. En stóri vinningurinn með breytingum aftur í sóknarmark er að hér myndi skapast miklu meira flæði fjár sem myndi skila sér beint í hendur fólksins og í ríkiskassann frá fyrsta degi.
Ég fullyrði að afnám kvótans er lang lang stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og á því byggist viðsnúningur til velsældar. Látið engan segja ykkur að við komumst ekki frá kvótakerfinu því staðreyndirnar tala sínu máli ÞVÍ FYRR ÞVÍ BETRA.