Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.2.2015 | 08:48
LYGARÖKIN í umræðunni um nýja kvótafrumvarpið sem engin SÁTT er um. 1
Alveg er það furðulegt hvað þjóðin lætur óheiðarlegt fólk á Alþingi bjóða sér uppá. Ríkisstjórnin þ. e. Ríkisstjórn LÍÚ kemst upp með að ráða til sín á okkar launum illræmdan áróðursmeistara LÍÚ sem samið hefur og haldið frammi LYGA RÖKUM til stuðnings kvótakerfinu í 25 ár. Hann hefur nú í hart nær 2 ár samið og þjálfað alla sem koma nú að sjávarútvegsumræðunni í því að fara með RAKALAUST lyga kjaftæði eins og þeir séu að fara með heilagann sannleik. Hér er bæði um fólk í stjórn og stjórnarandstöðu að ræða og síðan leppana úr sjávarútvegi sem búið er að sótthreinsa af öllum sem vit hafa á asnaganginum sem á sér stað í kringum greinina.
Haldið er fram að kvótinn hafi hækkað heimsmarkaðsverð á þorski og með því að veiða minna en við höfum nokkru sinni veitt séum við að græða meira en ef við myndum veiða það sem við mættum veiða eða um 50 til 100 % meira en við erum að veiða í dag??? Þeir eru sem sé að reyna að telja okkur trú um að við fengjum ekki helmingi meira verð fyrir fiskinn okkar ef við ykjum veiðarnar.
Þetta er náttúrulega slíkt rakalaust bull að erfitt er að svara svona. En ég verð að reyna því að þeir ætla að stela eign þjóðarinnar með svona lygum. Málið er að Ísland er ekki eftir 30 ára kvóta og skort framboð neitt númer í markaðsmálum með fisk í heiminum lengur. Við vorum ráðandi en núna erum Norðmenn ráðandi og þeir juku veiðar sínar um helming og verðið HÆKKAÐI!!!!. Staðreyndin í markaðsmálum er sú að sá sem hefur hæstu markaðshlutdeildina ræður markaðnum en ekki sá sem SKAFFAR ekki.
Ef okkur hefði borið gæfa til að halda áfram að veiða fiskinn okkar eins og við gerðum fyrir kvótakerfið hefðum VIÐ verið ráðandi á mörkuðunum og getað stjórnað verðinu og framboðinu og haldið markaðshlutdeild okkar. Og íslenskur fiskur væri þekktur sem íslenskur fiskur. Eyðilegging kvótans er alger og kvótinn hefur ekki skilað okkur neinu nema eðlilegri hækkun á fiski á erlendum mörkuðum.
Ég mun taka öll rök LYGARANNA og rífa þau niður látum þá ekki komast upp með lygarnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2015 | 08:57
Sjávarútvegur á Íslandi er handónýtur! ..ekki auka aflann "þeir eru ennþá að deyja"
Það er alveg fáránlegt hve illa er komið fyrir íslenskri þjóð sem situr uppi með að meirihluti þjóðarauðlindarinnar í hafinu er kominn í hendur manna sem komist hafa upp með að fara inní stjórn Hafró og ráðskast þar með úthlutun aflaheimilda.
Seta manna tengdum og skipuðum af LÍÚ í stjórn Hafró þar sem þeir hafa komist upp með að hafa árhri á stjórn aflaúthlutana er hreint út sagt fáránleg þegar horft er til þess hvernig búin hefur verið til skortveiðistefna sem komið hefur í veg fyrir að þjóðin fáið notið afraksturs ríkar fiskimiða sinna.
Hvers vegna er það útgerðinni í hag að halda aftur af úthlutun aflaheimilda? Jú eftir að þeir komust upp með að þvinga á frjálsa framsalið á gerðu bankastjórar ríkisbankanna kröfu um að allur fiskur yrði í kvótans og búið yrði til skortframboð sem tryggði stöðuga eftirspurn og hátt verð á kvótanum.
Í kjölfarið á þessu komst lítil klíka innan LÍÚ upp með að byrja að FÆKKA í greininni. Með skortveiðistefnunni var komið í veg fyrir að smærri útgerðir gætu stækkað eðlilega (stjórn fiskveiða átti að skila meiri afla) þrátt fyrir góðan rekstur og var lánamálum jafnvel beitt til að þvinga útgerðir til að selja frá sér kvótann (ekki má auka aflann því þeir eru ennþá að deyja) og hætta rekstri.
Í gegnum árin erum við búin að sjá þessa þróun og er ofbeldið kannski mest sjáanlegt í smábátaútgerð þar sem sárafáir eru eftir sem geta stundað fiskveiðar sem fulla vinnu en aðrir verða að sætta sig við strandveiðar þar sem þeir eru að fá 3 til 4 daga í mánuði til að veiða. Ofbeldi sem enginn starfandi sjómaður ætti að láta beita sig.
Við sem fiskveiðiþjóð þurfum að komast eins langt frá kvótakerfinu og spillingunni sem þrifist hefur í kringum kvótann og hægt er. Kvótakerfið er skömm á íslenskum sjávarútvegi, íslenska kvótakerið er skömm á íslensku þjóðfélagi og eyðilegging á afkomu þjóðarinnar.
Íslendingar eiga sitt eigin stjórnkerfi fiskveiða sem er SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ. Kerfi sem búið var til í sátt og í samvinnu við íslenska sjómenn og örðru vísi útgerðarmenn. Þar sem skynsemi var í stað græðgi þar sem heiðarleiki var í stað afkomu ofbeldis þar sem hagnaður þjóðar var í stað eigingirni. Í sóknarmarkinu varð mesta eignamyndun í sjávarútvegi og við stígum stærstu skref í kjaramálum almennings á Íslandi og uppbyggingu þjóðfélagsins látið ÁRÓÐURMEISTARA LÍÚ EKKI SEGJA YKKUR NEITT ANNAÐ. Staðreyndirnar tala sínu máli.
15.2.2015 | 08:26
Verði nýja kvótafrumvarpið lagt fram eru það ekkert annað en Landráð.
13.2.2015 | 06:50
FRÉTTATILKYNNING Stjórnarhópsins, baráttusamtaka gegn kvótakerfinu.
Fundur haldinn 12. febrúar í Sóknarhópnum sem eru baráttusamtök gegn núgildandi fiskveiðkerfi mótmælir væntanlegu lagafrumvarpi um stjórn fiskveiða.
1gr. upphaflega L38-1990 núgildandi laga um stjórn fiskveiða tryggir eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og nýtingaréttinum.
1. grein hljóðar svo; Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Í væntanlegu frumvarpi er gert ráð fyrir einkaréttarvörðum nýtingarsamningum sem skapa skaðabótarétt á ríkissjóð ef Alþingi ákveður aðra skipan mála eins og t.d. aukningu á krókaveiðum eða afnám kvótakerfisins.
Stjórnin
12.2.2015 | 14:05
Tími til komin að launþegar krefjist afnáms kvótakerfisins svo við getum veitt fiskinn okkar.
Fáránling háttur við áfram hald kvótakerfisins kemur í veg fyrir að hér þróist þjóðfélag sem getur skaffað launþegum og lífeyrisþegum mannsæmandi kjör.
Geggjun í gengismálum kemur í veg fyrir að almenningur njóti sem skyldi arðsins af sjávarútvegi og verður að gera allt til að auka útflutning. Það verður ekki gert nema afnema endaleysu kvótans.
Taka ber upp Sóknarmark með allan fisk á markað þar sem við stór aukum veiðar og vinnslu um allt land og færum vinnuna og arðinn aftur til þjóðarinnar.
![]() |
Hleypir verðbólgunni strax af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2015 | 12:41
Lygarök Sigurðar Inga ráðherra þegar hann fjallaði um sóknarmarkið
Það var upplifun að hlusta á Sigurð Inga svara spurningunni um samanburð á eyðileggingu kvótans sem búin er að rústa íslensku efnahagslíf.
Sigurður byrjaði með að svara "við munum það ástand" Hann var 15 ára þegar Sóknarmarkið hófst og 28 ára þegar kerfið var afnumið.
Síðan sagði ráðherrann. Allar útgerðir á Íslandi voru gjaldþrota??? Meðal afkoma 120 skipa var Jákvæð EBITA og yfir heildina var mikil eignamyndum í langflestum sjávarútvegs fyrirtækjum.
Við getum tekið vel rekin fyrirtæki í Sóknarmarkinu sem skiluðu eigendum sínum góðri afkomu þrátt fyrir þrönga gengisstöðu. BUR, Ögurvík, Haraldur Böðvarsson (Akranesi) Runólfur (Grundarfirði). Vestfirsku útgerðirnar allar. ÚA Akureyri og svona er hægt að halda áfram hringinn í kringum landið. Má segja að langflest þeirra 85 skipa sem voru í útgerð eftir að stopp var sett á innflutning skipa 1980 hafi verið með jákvæðan rekstur...skip sem Ráðherrann fullyrti fyrir framan stuðningsmenn sína að hafi verið gjaldþrota.
Víst var verðbólga á sóknardagsárunum en af hverju. Á þessum árum varð mest aukning á "stöðugum" útflutningi sem þessi þjóð hefur nokkru sinni séð. Launa kjör almennings ruku upp og opinberar framkvæmdir hafa aldrei verið stærri partur af þjóðartekjum. Góðærið hafði þau áhrif að hér varð óviðráðanleg verðbólga vegna kjaraaukningar. Þetta hundsaðir ráðherrann enda ekki nema táningur mokandi flórinn þegar þetta var.
Sigurður Ingi í fáfræði sinni réðist á OFVEIÐI sem átti að hafa átt sér stað þrátt fyrir að veiðunum hafi verið stjórnað með sóknarmarki og upplýsti vanvisku sína þegar hann lýsti sóknarmarkinu við Ólimpískar veiðar. Olimpískar veiðar eru kvóta veiðar þar sem mörg skip hafa einn sameiginlega kvóta og hefja allir veiðar á sama tíma og mega veiða ein og hver getur þangað til kvótanum er náð. Sóknarmark er alger andstæða kvóta veiða þar sem útgerð skipst hefur rúman tíma til að skipuleggja sinar veiðar og passa að skaffa þann afla sem hagkvæmast er að veiða hverju sinni. Með því að skikka allan fisk á markað er hægt að hjálpa enn uppá sóknarmark með því að gefa útgeðrum tækifæri á að skipuleggja landanir skipa sinna eftir markaðs aðstæðum hverju sinni. Sóknarhópurinn er stofnaður til höfuðs þessu frumvarpi Framsóknar, til höfuðs Kvótakerfisins og til höfðuðs lygurum í Framsóknarflokknum.
.
12.2.2015 | 12:09
Ráðherrann löðrungar fundinn með lygum....afhjúpar lygina um eignarétt þjóðarinnar.
11.2.2015 | 08:23
Spurning til ráðherra í ríkisstjórn LíÚ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2015 | 14:54
Af hverju afnemum við ekki kvótann og stór hækkum gengi krónunnar.
Það er ekki einleikið hve græðgin og frekjan er orðin alls ráðandi í þessu þjóðfélagi. Hér ætlar lítil klíka að gera viðvarandi fátækt að leiðarljósi á atvinnulífinu.
Með því að afnema kvótakerfið og taka upp SÓKNARMARK með allan fisk á markað er hægt að hækka hér kaupmátt á innan við 3 árum í það besta sem þekkist í nágranalöndum okkar en óheiðarlegir stjórnmálamenn og fyrirmenn í SA sem stofnað var af líú standi í vegi fyrir velferð þessarar þjóðar.
![]() |
Vextir myndu hækka um 30 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |