Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.2.2015 | 15:32
Augljós lygaáróður LEPPA líú má ekki renna í gegn um fjölmiðla án athugasemda fréttamanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2015 | 13:01
HandaPata Kata veit hvar skórinn kreppir hjá þjóðinni.
Alveg er þetta einstakt þegar þjóðin á í vök að verjast og kjörin hrynja á meðan fámennis klíka veltir sér uppúr óða gróða 50% gengisfellingar þá finnur fólk sér ekkert annað til dundurs en að fara eltast við vandamál í allt öðrum heimshluta.
Eigum við ekki að krossleggja hendur og fara að vinna fyrir laununum okkar?
![]() |
Vilja merkja vörur frá hernumdu svæðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2015 | 04:23
Þeir sem þurfa 23 ára "fyrirsjáanleika" hafa ekkert i útgerð að gera.
19.2.2015 | 04:14
Ekki nógur "fyrirsjáanleiki" úr röðum stjórnarandstöðu. Hækjurnar detta af vagninum.
Þá datt það loksins út úr ráðherranum að það eru hækjurnar (sagði hækjur en ekki skækjur)úr röðum stjórnarandstöðunnar sem eitthvað eru að draga lappirnar og núna freistar Ráðherran að beita hótunum.
Hver er þekktur fyrir að beita þingið hótunum??? Hóta að sigla flotanum í land og hóta að LOKA Dalvík????
Nei gott fólk þetta er ekki búið því að FREKJAN, HEIFTIN og GRÆÐGIN Norðan heiða á sér engin takmöörk og nú munum við fylgjast með hvernig verður andskotast á stjórnarandstöðu þingmönnum með hótunum þangað til búið verður að tryggja minnst 40 atkvæða meirihluta við frumvarpið til að setja PRESSU á Forsetan þegar og ef frumvarpið kemur á hans borð.
Ég hvet fólk í öllum flokkum að láta skoðanir sínar á þessu frumvarpi í ljós og krefjast þess að þingmenn snúi baki við því að GEFA útgerðinni NÝTINGARÉTTINN.
![]() |
Frumvarp um stjórn fiskveiða ekki lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2015 | 08:49
Ráðherrar ganga erinda Moggahirðarinnar án þess að hafa hundsvit um hvað þeir eru að tala
18.2.2015 | 08:25
Frá komu kvótakerfisins hefur allt verið skorið niður
Eyðilegging kvótakerfisins og EINOKUNAR í atvinnulífinu hefur aukist allan tíman frá upphafi kvótans og núna eftir hrun þar sem með valdaplotti er búið að ná að lækka gengið varanlega fyrir útgerðina er eyðileggingin alger og á eftir að sjá það aukast enn frekar á næstu árum.
Í stað þess að láta spillta stjórnmálamenn komast upp með að framlengja og gefa útgerðinni nýtingaréttinn til eilífðar verðum við (já þið og ég) að afnema kvótakerfið og taka upp Sóknarmark með allan fisk á markað. Slíkt fyrirkomulag mun færa byggðarlögunum aftur það frumkvæði í veiðum og vinnslu og kraftur einstaklinganna mun nýtast allri byggð í landinu. Þannig munu varða til peningar í landinu og hjá ríkinu sem nýtast munu til uppbyggingar vegakerfis sem síðan mun nýtast fiskaupmönnum um allt land.
Við verðum að gera breytingarnar spilltir stjórnmálamenn munu ekki vilja eyðileggja SITT góða líf við borð Mogga hirðarinnar.
![]() |
35 ár síðan bundið slitlag lengdist minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2015 | 03:30
Mestu uppgangstímar íslensku þjóðarinnar voru tímar SÓKNARMARKSINS
16.2.2015 | 10:37
Áróðurinn úr "ráðgjafadruslunni" sem er á launum hjá okkur. Færeyja.
Nú segir Sigurður Ingi hróðugur að Færeyingar ÖFUNDI Íslendinga af stjórnkerfi fiskveiða.
Ok það er niðursveifla í Færeyjum eftir tiltölulega góð ár í kringum 45 þus tonn af þorski eru þeir nú að veiða 25 þus tonn af þorski.
Þetta jafngildir að við sem ættum að vera að veiða um 450 þus tonn af þorski en værum núna að veiða 250 þús tonn af þorski.
Í staðinn erum við enn þann dag í dag að veiða undir 200 þusund tonnum og stundum langt undir 200 þús tonnum.
Nei kæru vinir látum ekki þetta lið komast upp með að ljúga nýja kvótakerfið "sáttaleiðina" í gegnum þingið. Sameinumst um að afnema kvótakerfið og LÁTUM ENGAN SEGJA OKKUR AÐ ÞAÐ SÉ EKKI HÆGT.
Sæll Ólafur Langaði að nefna við þig, eftir lestur á færslu á blogginu. þannig var að 1985 gerðist ég sjómaður bara til þess að komast að því að ég var ekki sjómaður, en þarna fór ég á net um vorið og höfðum við 150 tonn til að veiða og var bara sótt látlaust þangað til að þessi tonn voru komin.
Eftir netaveiðina munstraði ég mig á 150 tonna eikarbát sem gerði út á botnvörpu þetta var eins og að fara 40 ár aftur í tíman en þarna voru miklir peningar og við vorum ekki að fást um aðstöðu maður kom í land og kallinn skrifaði tékka og fjörið hófst. þetta var sjálfstæð útgerð sem var rekinn við eldhúsborðið og fjölskyldan sá um allt til að mynda bókhaldið, þessi útgerð gekk vel og sérstaklega þarna arinn 83-84 og sýndi bókhaldið hagnað þessi tvö ár og hjónin í skýjunum
En þá kom bréfið þetta bréf var frá skrifstofu LÍÚ þar sem þau voru skömmuð fyrir að reka útgerðina með hagnaði þar sem það kæmi illa út fyrir útgerðir í landinu að sína hagnað, í bréfinu voru upplýsingar hvernig konan á heimilinu ætti að fiffa til bókhaldið til að sína fram á tap.
Þarna á þessum tíma virðist vera búið að setja línurnar fyrir næstu þrjátíu ár sem virðist eiga að innsigla núna í vor. Langaði bara að koma þessu á þig þar sem ég tel að þetta hafi allt verið skipulagt í þaula frá upphafi kvótasetningar.
KÆRU VINIR Ég bið um fleiri sögur. Sendið á mig og ég birti. Komum upp um þau.