18.5.2016 | 08:42
Borgaralaun eru ekki spurning hvort heldur hvenær. Sjá plakat í Swiss
Borgaralaun eru mikið jafnréttis mál og leysir togstreystu í þjóðfélaginu. Með því að allir þegnar þjóðfélagsins fái lágmarkslaun til framfærslu burtséð frá öðrum tekjum er afkasta hvetjandi og stuðlar að öryggi og frjálsri ákvörðunartöku.
Sem dæmi má líta til þess að fólk mennti sig frekar í þeim greinum sem það hefur áhuga á og hefur efni á að stunda. Gefur fólki tækifæri til að velja þá vinnu þar sem þau eru ánægð en þurfa ekki að "endast" í vinnu sem þeim líkar ekki.
Borgaralaun skerða ekki aðra innkomu svo hver sem er getur tekið þátt í atvinnulífinu eftir eigin getu og nenni. Eins þurfa bændur ekki lengur að liggja uppá ríkinu og taka 14 milljarða frá meðborgurum sínum í niðurgreiðslur. Þeir hafa framfærslu og geta leikið sér að vild í sveitinni.
Hvaðan koma peningarnir? Jú lítum á að við (ríkið) borgum nú þegar stórum hóp fólks örorku, ellilífeyri og niðurgreiðslur i landbúnaði. Allir þessir peningar eru og yrðu partur af borgaralaunum. Með auðlindarentu og stór auknum fiskveiðum fengist síða aukið fé í ríkiskassann. Og svo ætlum við að hætta að gefa fólki fé til að fara með til Tortóla.
Síðan skulum við ekki gleyma að bæði eru skatttekjur af Borgaralaunum og þau stór auka peninga í umferð sem og sparnað í þjóðfélaginu sem nýtist öllu atvinnulífinu. Borgaralaun eru sannarlega vinn vinn fyrir þjóðfélagið allt eins og fyrir einstaklingana.
Stærsta plakat heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.