Á sama tíma og ekki eru til peningar til að viðhalda og hreinsa götur Borgarinnar er verið að eyða peningum teknum að láni í að eyðileggja 100% fullkominni tengigötu sem búin er að gegna hlutverki sínu fullkomlega í 50 ár hvað varðar keyrandi, hjólandi og gangandi umferð.
Þessar framkvæmdir á skilyrðislaust að stöðva þegar í stað og fær aftur til fyrra horfs. Nú þegar eru skemmdir á mannvikinu komnar í ljós bæði við gatnamótin í Norðri við Miklubraut og sérstaklega í Suðri við Bústaðaveg. Nákvæmlega eins og á fyrstu breytingum á Skeiðarvog á sínum tíma er þrengingin frá Miklubraut of nálægt svo gatan annar ekki þeirri umferð sem kemur eftir Grensásveginum í Suður sérstaklega ef Strætó er á ferðinni þá myndast bara Kaos þar sem hann blokkerar aðalbrautina við vinstri beygju inná Nýbýlaveg.
Hvaða ráð hafa Reykvíkingar til að bjarga því að fullkomin umferðarmannvirki séu ekki eyðilögð með þessum hætti af galinni Borgarstjórn? Í mínum huga sem fer þarna mikið um á álags tímum er þetta bara alger geggjun að horfa uppá þetta.
Sama má síðan segja um hjóla hraðbrautina sem lögð er þvert yfir Elliðaárdalinn í gegnum þéttan skóg sem ruddur var burtu til að koma fyrir 10 metra breiðri hraðbraut þvert yfir dalinn með tveim brúm yfir árnar. Hvað skyldi þessi framkvæmd og eyðilegging á útivistar perlu Reykjavíkur kosta skattgreiðendur?? Lítið hefur farið fyrir umfjöllun á því. 50 metrum Sunnan við þessa eyðileggingu liggur opin renna í gegnum skóglendið og 200 metrum Norðar eru hitaveitustokkarnir sem anna vel þessum 10 til 20 hjóla mönnum sem eiga leið þvert yfir dalinn á hverri klukkustund á háanna tímum.
Það er þennsla í þjóðfélaginu. Borgin er búin að eyða um efnifram og hefur ekki peninga til að standa í framkvæmdum? Hvers vegna er keyrt á þessar gersamlega óþörfu aðgerðir það eru þegar komnir hjólastígar sem anna þeirri umferð reiðhjóla sem vænta má ágætlega??
Glatað að ráðast í þrengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já þetta ekkert annað en óstjórn sem ræður för og alveg ljóst að skynsemi er ekki að ráða...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.5.2016 kl. 07:49
"100% fullkominni tengigötu sem búin er að gegna hlutverki sínu fullkomlega í 50 ár hvað varðar keyrandi, hjólandi og gangandi umferð."
Þessi fullyrðing á bara við keyrandi umferð en ekki hjólandi og gangandi umferð. Gangstéttarnar eru svo mjóar að það getur reynst hættulegt samfara jafn hraðri umferð og tvær akreinar bjóða upp á. Þessar breytingar miðast einmitt við að auka umferðaröryggi og gera Grensásveg að "100% fullkominni tengigötu".
Ragnar Þórisson, 3.5.2016 kl. 10:22
"...umferð sem kemur eftir Grensásveginum í Suður sérstaklega ef Strætó er á ferðinni þá myndast bara Kaos þar sem hann blokkerar aðalbrautina við vinstri beygju inná Nýbýlaveg." Ég þekki Kópavogsbúa sem eru yfir sig glaðir að fá Grensásveginn alla leið inn á Nýbýlaveg! Þá segjast þeir losna við tafirnar í traffíkinni á Kringlumýrarbrautinni.
corvus corax, 3.5.2016 kl. 11:46
Alveg rétt. Bæjaryfirvöld verða að fylgja upphaflegu skipulagi og framlengja Grensásveg yfir Fossvogsdal til þess að ná fram tengingu við Nýbýlaveg. Göturnar eru að mestu leyti þegar til staðar (Eyrarland og Birkigrund) svo að hér er fundin kjörin leið til að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs.
Birnuson, 3.5.2016 kl. 12:40
Ragnar.
Var þá ekki tillaga minnihlutans ideal ? af hverju var henni hafnað ?
Birgir Örn Guðjónsson, 3.5.2016 kl. 16:21
Þessi framkvæmd er ekki til að búa til hjólastíg heldur að breikka allt of mjóar gangstéttar og lækka umferðarhraða. Hjólastígurinn er aukaafurð. Fyrir utan að vera öruggela dýrari lausn þá leysir hún hvorki vandann með of mjóar gangstéttar né of mikinn umferðarhraða.
Ragnar Þórisson, 3.5.2016 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.