Á sama tíma og Landspítalinn er enn í fjársvelti er komið í veg fyrir að gengið rétti sig

Nú er búið að kaupa upp gjaldeyri fyrir yfir 300 milljarða króna og þar af 100 milljarða frá áramótum til að koma í veg fyrir að gengið hækki og þjóðfélagið rétti úr sér eftir hrun. Allt gert til að viðhalda óða gróða útgerðarinnar.

Með því að koma í veg fyrir að hagnaður þjóðarinnar af lækkuðu olíu verði og auknum túrisma komist í umferð er gengi krónunnar haldið niðri með handafli. Allstaðar í veröldinni eru það glæpamenn sem þetta stunda og þeir teknir úr umferð og dæmdir í fangelsi. En hér setjum við þá inní flottar skrifstofur, látum þá fá limmósínur með einkabílstjóra og köllum þá fjármálaráðherra.

Með því að koma með þessum hætti í veg fyrir að gengi krónunnar hækki og hagur almennings og ríkissjóðs vænkist hækkar gróði útgerðarinnar af illa reknum og illa mönnuðum EINOKUNAR fyrirtækjum sem búin eru að missa stöðu okkar á nánast öllum mörkuðum og við berjumst við offjölgun á ódýrum túrisma þar sem við höfum lítið út úr hverjum haus og eigum í vandræðum með fjöldann.


mbl.is Öryggi sjúklinga ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ekki margir "hægri" menn á Íslandi með viti, svo ég verð að gefa þér props.

halkatla, 20.4.2016 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband