Af hverju ættum við að selja stönduga og góða banka. Megum við ekki hagnast?

Okkur liggur ekkert á að selja bankanna og reynslan sýnir að ríkið er mun betur í stakk búið þjóðhagslega séð til að reka bankanna en einstaklingar. Eða erum við búin að gleyma???

Mér dettur í hug svo við þurfum ekki að enda hér með gamla kommisera kerfið að þjóðin kjósi t.d. á tveggja ára fresti einhverskonar "bankaráð" í formi stjórnlagaráðs sem færi með yfirstjórn bankanna fyrir hönd þjóðarinnar án of mikillar nálægðar við reksturinn.

Ferlegt að Íbúðalánasjóður skuli vera að valsa með sölu eigna núna þegar hægt væri að sameina hann við Landsbankann sem breytt yrði ásamt Íslandsbanka í samfélagsbanka. Banka sem ynni fyrir eigendur sína ÞJÓÐINA.


mbl.is Horfur bankanna sagðar jákvæðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólafur Örn:

"Mér dettur í hug svo við þurfum ekki að enda hér með gamla kommisera kerfið að þjóðin kjósi t.d. á tveggja ára fresti einhverskonar "bankaráð"

Ég vil benda þér á mjög einfalda leið til þess að ná því markmiði. Hún er sú að fjármálaráðherra skipti hlutabréfum í ríkisbönkunum jafnt í 330.000 hluta eða þar um bil og sendi hverjum og einum íslenskum ríkisborgara heim í pósti. Sem hluthafar myndum við þá, hvert og eitt, öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi viðkomandi banka, þar á meðal í kosningu bankastjórnar. Þá gætum við líka ákveðið, hvert og eitt, hvort við viljum halda áfram að eiga í bankanum og þiggja arð fyrir, eða innleysa þá eign með því að selja hana. Þá þyrftu stjórnmálamenn ekkert að rífast um hvort eigi að selja bankana eða ekki, heldur gætum við bara ákveðið það sjálf, hvert fyrir sig, og allir yrðu sáttir. Þeir sem vilja selja gætu þá selt sinn hlut, og þeir sem vilja eiga í bankanum gætu átt sinn hlut áfram. Þetta væri því bæði lýðræðislegasta niðurstaðan og sú sem best væri fallin til sátta.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2016 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband