Hvílikt andskotans rugl í Borgarstjóranum. Engin slys á fólki hafa verið í 30 ár þarna.

Það hlýtur að vera takmarkað hvað hverfasamtök sitthvoru megin við stóra tengigötu geti haft á fjölfarna FULLKOMNA tengigötu borgarinnar. Víst má auka lýsingu við ljósin þar sem gangandi umferð krossar götuna og setja girðingu á eyjuna en að ætla að eyðileggja tengigötu sem þjónað hefur hlutverki sínu allan þennan  tíma og gerir enn og einnig er ein af leiðum sjúkrabíla að Borgarsjúkrahúsinu er bara geggjun og verða þá allir borgarbúar að fá að koma að þessari ákvörðun. 

Þessi skýring Borgarstjóra á furðulegri eyðileggingu á flutningaleiðum borgarbúa og óþarfa sóun á fé er engan vegin fullnægjandi. Grensásvegurinn er vel fær bæði bílum, hjólum og fótgangandi í báðar áttir og ekkert er sem réttlætir þessa eyðileggingu.


mbl.is Framkvæmdirnar að kröfu íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Borgarstjóri hefur einungis getað nefnt eitt umferðaróhapp á þessum kafla Grensásvegar, þegar bíll ók þar inn í húsagarð. Ekki urðu slys á fólki.

Ekkert kemur þó fram um hvers vegna þessi bíll gat ekki haldið sig á götunni og því með öllu útilokað að segja að það slys hafi orðið vegna götunnar, útiokað að fullyrða að það slys hefði ekki orðið þó einungis ein akrein í hvora átt hafi verið á þessum kafla.

Hitt er öllu hugsandi fólk vel ljóst að gata með tveim akreinum í hvora átt er mun öruggari en gata með eina akrein í hvora átt. Út frá öryggissjónarmiði þarf því vart að deila um heimsku borgarstjórnar og þá slysahættu sem þessi breyting mun valda.

Gunnar Heiðarsson, 17.1.2016 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband