Ofbeldi gegn ökumönnum og nú sjúkrabílum. Þessa endaleysu og eyðileggingu verður að stöðva

Ingibjörg Sólrún hóf stríðið gegn ökumönnum einkabíla með því að fylgja ekki eftir nauðsynlegri uppbyggingu gatnakerifis Borgarinnar. Síðan hefur hver álfurinn á fætur öðrum komist til valda í borginni og allir hundsað nauðsynlegar umbætur þangað til að þessi Borgarstjórnarmeirihluti birtist með hreina eyðileggingu á gatnakerfinu á stefnuskrá sinni.

Lítum á fáráðleikann sem á sér stað í áframhaldandi uppbyggingu á kærkomnum hjólastígum sem nú er komin út í hreina geggjun. Lítum á frábæra Háaleitisbrautina inná miklubraut búið að eyðileggja með ærnum kostnaði og núna Grensásveginn.

Grensásvegurinn er byggður til að taka við þeirri umferð sem um hann fer einka og sjúkrabíla. Ég keyri þennan spotta sem hér er um rætt alla vinnudaga kvölds og morgna og er þetta ein af fáum tengigötum sem ennþa ber nokkurnveginn sína umferð.

Hvers vegna að eyða mjög svo takmörkuðu fé Borgarinnar í að eyðileggja það sem virkar vel???

Borgarstjórn Reykjavíkur ætti að hætta að ofsækja einstaklingana í Borginni og byrja að þjóna öllum Borgarbúum ekki bara fáum. Reykjavík er ekki stórborg heldur bær með 200 þus íbúa. Gatnagerð hér er ekki stórvandamál heldur líður fyrir heimsku manna sem eru ekki starfi sínu vaxnir.


mbl.is „Ofbeldi“ gegn bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var ekki verið að skrifa undir Global Climate Change yfirlýsingar í París.

Hversu mikil útblásturs aukning verður ef að umferðinn um götuna teppist það mikið við að þrengja götuna að ökutæki eru að taka 5 mínútunum lengur þó það væri ekki nema 1 mínúta að komast leiðar sinnar?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.1.2016 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband