Hrunið skapaði mesta varanlega ójöfnuð sem á Íslandi hefur nokkru sinni verið

Það furðulega er að það sat vinstristjórn eftir hrun sem tók þátt í að skapa hér mesta ójöfnuð sem Ísland hefur séð hin síðari árhundruð. Ríkisstjórn sem skellti skolleyrum við að afleggja kvótakerfið illræmda sem sannarlega var orsök hrunsins. Þrátt fyrir allar ábendingar um að hér væri hægt að stór auka veiðar á þorski, karfa ufsa og síld 2008 - 2009 - 2010 o s frv gekk ríkisstjórnin í lið með útgerðinni og viðhélt skortveiðistefnunni og lágu gengi.

Með stór auknum veiðum strax eftir hrun hefði verið hægt að hækka gengi krónunnar og rétta þar með af launin og lífeyrisgreiðslur. Þetta var ekki gert því að innan VG og SF voru svikarar útgerðarinnar sem stóðu gegn öllum breytingum á fiskveiðistjórninni og komu í veg fyrir leiðréttingu á genginu sem varð til þess að hér myndaðist stór djúp gjá meðal þjóðarinnar þar sem þeir sem urðu undir í hruninu sitja eftir á meðan stór hluti fólks hefur hagnast verulega á eftirköstum hrunsins og með ríkisstjórn LÍÚ við völd mun þessi hópur stækka og fátækt þeirra aukast á meðan kvótahirðin og hennar fólk mun fitna eins og kvótapúkinn á fjósbitanum í Valhöll.


mbl.is Margir eiga ekkert annað en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband