17.11.2015 | 06:19
Kjósendur átta sig á að við þurfum HEIÐARLEGT fólk á þing.
Þegar fólk kynnir sér Grunnstefnu og vinnu aðferðir Pírata sér það lýðræðið virkar í raun. Píratar eiga enn eftir að bæta við sig fylgi eftir því sem á líður enda þurfum við á nýrri hugsun og nýrri nálgun í stjórnmálum að halda.
Fjórflokknum er því miður stjórnað af fólki sem gengur erinda ANNARRA en þjósenda sinna. Fólki sem grímulaust ætlar ekki að hætta fyrr en búið er að færa allar sjávarauðlindirnar í hendur kvótahirðarinnar og svipta þannig íslenska sjómenn og þjóðinni allri arðinum af fiskveiðunum.
Píratar með 35,3% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það er nú oximoron að það sé hægt að fá heiðarlegt fólk á þing.
En þetta með sjóræningjanna sem eru alltaf að tala um að allt eigi að vera upp á borði, hvað með breytingar á stjórnarskrá sem er í umfjöllun í þingnefnd, veit einhver hvað er að gerast þar? Eftir þvi sem ég best veit að þá eru sjóræningjarnir með fulltrúa þar og sennilega fleirri en einn.
Svo kom skipstjóri sjóræningjanna með tillögu í þingsal að það skuli vera leinilegar kosningar á málefnum í þingsal.
Eigum við ekki aðeins að staldra við áður en við ákveðum að stjóræningjarnir séu einhverjir dýrlingar sem koma til með að frelsa Alþingi.
Mér dettur helst í hug að það sé afskaplega lítill munur á Fjórflokknum Bjartri Framtíð og Sjóræningjaflokksins.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 18.11.2015 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.